1392
ár
(Endurbeint frá MCCCXCII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1392 (MCCCXCII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Ófaraár mikið í skiptöpum og byrleysum að sögn Lögmannsannáls. Aðeins eitt skip af tíu sem ætluðu frá Björgvin til Íslands, Pétursbollinn, komst til landsins en strandaði og brotnaði í spón á milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Mannbjörg varð en allur varningur tapaðist.
- Pétur Nikulásson Hólabiskup kom til landsins með Pétursbollanum og komst til Hóla fyrir Mikjálsmessu.
- Miklar rigningar á Norðurlandi.
- Vatnsfjarðar-Kristín Björnsdóttir giftist fyrri manni sínum, Jóni Guttormssyni.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- Fyrstu merkja um geðveiki varð vart hjá Karli 6. Frakkakonungi.
- María Sikileyjardrottning bældi niður uppreisn aðalsmanna.
- Háskólinn í Erfurt var stofnaður.
Fædd
- 18. desember - Jóhann 8. Palaíológos, Býsanskeisari (d. 1448).
- Filippo Maria Visconti hertogi í Mílanó (d. 1447).
Dáin