Mál (stærðfræði)

Mál í stærðfræði er vörpun frá mengi hlutmengja í gefnu mengi yfir í rauntölurnar. Mál á mengi getur verið túlkað sem stærð, rúmmál eða líkindi þess. Hugtakið mál hefur þróast útfrá vilja til þess að geta heildað föll yfir almenn mengi í staðin fyrir bil eins og venjulega er gert, og er mjög mikilvægt í stærðfræðigreiningu og líkindafræði.

Málfræði breyta

Málfræði er grein innan raunfallagreiningar sem fæst við það að rannsaka sigma algebrur, mál, mælanleg föll og heildi. Málfræði er mikilvæg í líkindafræði og tölfræði.

Formleg Skilgreining breyta

Formlega er mál μ vörpun skilgreind á σ-algebru Σ yfir mengi X sem tekur gildi á útvíkkaða rauntalnaásnum eða útvíkkaða bilinu [0, ∞] þannig að eftirfarandi eiginleikar eru uppfylltir:

 
  • Teljanlegt sammengi er stak: Ef   ... er teljanleg runa af mengjum í Σ sem eru sundurlæg tvö og tvö, þá er mál sammengis þeirra jafnt summu af máli hvers mengis fyrir sig:
 

Þrenndin (X,Σ,μ) er þá kölluð málrúm, og stökin í Σ eru mælanleg mengi.

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Measure (mathematics)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. nóvember 2006.

  • Jón Ragnar Stefánsson (2005). Mál- og tegurfræði fyrirlestrar. Háskóli Íslands.