Listeria monocytogenes

Listeria monocytogenes er Gram-jákvæður sjúkdómsvaldandi gerill sem þrífst vel við lágt hitastig. Hann er mjög algengur í náttúrunni og finnst í jarðvegi, plöntum, skólpi og þörmum manna og dýra. Gerillinn er mjög þolinn og getur fjölgað sér á sýrustigi frá 4,1 til 9,6 og getur vaxið í loftfirrðu og loftríku umhverfi (er valfrjálst loftsækinn). Kjörhitastig gerilsins er 30 - 37°C en hann getur fjölgað sér á hitastigsbilinu 1 - 45°C. Hann getur fjölgað sér við 10% saltstyrk og lifað af 30% saltstyrk. Dýr sem eru smituð eru oft einkennalausir smitberar. Gerillinn finnst oft í hráum matvælum en getur einnig fundist í elduðum mat ef orðið hefur krossmengum eftir hitameðhöndlun.

Listeria monocytogenes
Rafeindasmásjármynd af Listeria monocytogenes.
Rafeindasmásjármynd af Listeria monocytogenes.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Firmicutes
Flokkur: Bacilli
Ættbálkur: Bacillales
Ætt: Listeriaceae
Ættkvísl: Listeria
Tegund:
L. monocytogenes

Tvínefni
Listeria monocytogenes
(Murray et al. 1926) Pirie 1940

Gerillinn veldur sjúkdóm sem kallast listeríusýking (e. listeriosis) og eru einkenni hans mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Sjúkdómurinn getur einnig valdið heilahimnubólgu í ungbörnum, blóðeitrun og valdið fósturláti. Dánartíðni þeirra sem veikjast er há en það eru aðallega einstaklingar sem eru með skert ónæmiskerfi, gamalmenni, vanfærar konur og nýfædd börn. Á hverju ári sýkjast um 2-10 á hverja 100.000 íbúa í löndum Evrópu og Norður-Ameríku.

Heimildir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.