Linda Maria Ronstadt (f. 15. júlí 1946) er fyrrum bandarísk söngkona er lét af störfum sem slík árið 2011 vegna ofankjarnalömunar (sem hafði á þeim tíma verið misgreint sem Parkinsons) er gerði henni ekki lengur kleift að syngja. Hún hefur þó haldið áfram þátttöku sinni í opinberu lífi að einhverju leyti eftir það, eins og í formi ræðuflutnings og útgáfu sjálfsævisögu sinnar, Simple Dreams: A Musical Memoir. Á ferli sínum söng hún og tók upp margs konar lög, þar á meðal rokk og kántrí. Náðu 38 þeirra á bandaríska Billboard Hot 100 listann.

Linda Ronstadt árið 2009.

Meðal verðlauna sem hún hefur öðlast eru 10 Grammy-verðlaun, ein Emmy-verðlaun og ein ALMA-verðlaun.