Lily Tomlin
Lily Tomlin (fædd Mary Jean Tomlin , 1. september 1939) er bandarísk leikkona, handritshöfundur, framleiðandi og uppistandari, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, Rowan and Martin's Laugh-In, Nine to Five og Nashville.
Lily Tomlin | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Mary Jean Tomlin 1. september 1939 |
Ár virk | 1964 - |
Helstu hlutverk | |
Ýmsar persónur í Rowan & Martin's Laugh-In Deborah Fiderer í The West Wing Linnea Reese í Nashville Violet Newstead í Nine to Five |
Einkalíf
breytaTomlin fæddist í Detroit, Michigan en ólst upp í Paducah, Kentucky. Stundaði hún nám við Wayne State-háskólann þar sem áhugi hennar á leiklist og gjörningi hófst. Eftir nám þá byrjaði hún að koma fram sem uppistandari í næturklúbbum í Detroit og seinna meir New York-borg. Hún lærði leiklist við HB Studio í Greenwich Village í New York-borg.[1]
Í mars 2009 fékk Tomlin Fenway Healths - Dr. Susan M. Love-verðlaunin fyrir framlag sitt til heilsu kvenna.[2]
Þann 16. mars 2012 voru Tomlin og Jane Wagner heiðraðar með stjörnu á Walk of Stars í Palm Springs, Kaliforníu.
Tomlin er samkynhneigð og hefur verið í sambandi við Jane Wagner síðan 1971.
Ferill
breytaPlötuútgáfa
breytaFyrsta grínplata Tomlin, This Is A Recording, kom út árið 1971. Á henni leikur hún persónuna Ernestine, sem er talsímadama og samskipti hennar við viðskiptavini gegnum símann. Tomlin fékk Grammy-verðlaunin fyrir grínplötu ársins.
Önnur grínplata hennar, And That's The Truth, kom út árið 1972. Á henni er einleikur persónunnar Edith Ann. Var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir bestu grínplötuna.
Þriðja grínplata hennar, Modern Scream, kom út árið 1975, á henni koma fram fjölmargar persónur Tomlins. Var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna.
Árið 1977 þá gaf Tomlin út Lily Tomlin On Stage, sem er byggt á Broadway sýningu hennar. Var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna.
Leikhús
breytaFyrsta hlutverk Tomlin í leikhúsi var árið 1964 í World of Illusion.[3] Árið 1977 kom Tomlin fyrst fram á Broadway í Appearing Nitely sem var skrifað og leikstýrt af Jane Wagner.[4]
Tomlin hefur einnig komið fram í Arf/The Great Airplane Snatch, Below the Belt og My Trip Down the Pink Carpet. Árið 1985 kom Tomlin fram á Broadway í einleiknum The Search of Signs of Intelligent Life in the Universe sem skrifaður var af Jane Wagner. Tomlin fór svo í ferðlag um Bandaríkin til að sýna einleikinn.[5] Endurtók hún síðan leikinn árið 2000 á Broadway.
Tomlin ferðist aftur um Bandaríkin árið 2004 til að sýna The Search. Leikritið var einnig sýnt á Broadway við frábærar viðtökur sem og í Los Angeles og San Francisco .[6]
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Tomlin var árið 1966 í The Garry More Show. Tomlin var kynnir í þættinum Music Scene árið 1969 og sama ár gerðist hún meðlimur þáttarins Rowan & Martin´s Laugh-In. Þar urðu til persónurnar; hin skapbráða talsímadama Ernestine og hin kvikindslega sex ára stelpa Edith Ann og urðu þær vinsælustu persónur Tomlin í þættinum. [7]
Tomlin var ein af fyrstu grínleikkonunum til að koma fram í karlkynsbúniningi sem persónurnar Tommy Velour og Rick í Rowan & Martin´s Laugh-In.
Á árunum 1973-1982, skrifaði Tomlin ásamt Jane Wagner sex grínþætti þar sem Tomlin lék aðalhlutverkið. Fyrir hlutverk sitt í þáttunum þá vann hún þrenn Emmy-verðlaun og Writers Guild of America-verðlaunin.
Tomlin hefur komið fram sem gestaleikkona í þáttum á borð við Saturday Night Live, Sesame Street, Desperate Housewives, NCIS, Frasier og Will & Grace.
Árið 1994 – 1997 talaði Tomlin inn á teiknimyndaþáttinn The Magic School Bus sem Ms. Valerie Frizz.
Tomlin lék forsetaritarann Debroah Fiderer í dramaþættinum The West Wing árin 2002 – 2006.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Tomlin var árið 1972 í Scarecrow in a Garden of Cucumbers. Árið 1975 þá var henni boðið hlutverk í mynd Robert Altmans Nashville þar sem hún lék Linnea Reese. Fyrir hlutverk sitt í myndinni þá var Tomlin tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Síðan árið 1980 þá lék hún í Nine to Five á móti Dolly Parton og Jane Fonda. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Big Business, Short Cuts, Getting Away with Murder, Tea with Mussolini, A Praire Home Companion og The Pink Panther 2.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1972 | Scarecrow in a Garden of Cucumbers | Símarödd | óskráð á lista |
1975 | Nashville | Linnea Reese | |
1977 | The Late Show | Margo | |
1978 | Moment by Moment | Trisha | |
1980 | Nine to Five | Violet Newstead | |
1981 | The Incredible Shrinking Woman | Pat Kramer/Judith Beasley/Símadama | |
1984 | All of Me | Edwina Cutwater | |
1988 | Big Business | Rose Ratliff/Rose Shelton | |
1991 | The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe | Pokakonan Truby/Angus Angst/Kate/Brandy/Tina | |
1991 | Shadows and Frog | Vændiskona | |
1993 | Short Cuts | Doreen Piggot | |
1993 | The Beverly Hillbillies | Miss Jane Hathaway | |
1995 | Blue in the Face | Borðandi vöfflu | |
1996 | Flirting with Disaster | Mary Schlichting | |
1996 | Getting Away with Murder | Inga Mueller | |
1998 | Krippendorf´s Tribe | Ruth Allen | |
1999 | Tea with Mussolini | Georgie Rockwell | |
2000 | The Kid | Janet | |
2002 | Orange County | Charlotte Cobb | |
2004 | I Heart Huckabees | Vivian | |
2006 | A Prairie Home Companion | Rhonda Johnson | |
2006 | The Ant Bully | Mommo | Talaði inn á |
2007 | The Walker | Abigail Delorean | |
2008 | Gake no ue no Ponyo | Toki | Talaði inn á ensku útgáfuna |
2008 | Lily Tomlin Goes Shopping | ónefnt hlutverk | |
2009 | The Pink Panther 2 | Mrs. Berenger | |
2012 | The Procession | ónefnt hlutverk | |
2013 | Admission | ónefnt hlutverk | Kvikmyndatökur í gangi |
2012 | The Weekend | Lila | Í frumvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1966-1967 | The Gary Moore Show | Mörg hlutverk | ónefndir þættir |
1969 | Letters to Laugh-In | Þáttakandi | ónefndur þáttur |
1972 | The Electric Company | ónefnt hlutverk | Þáttur: 142 |
1970-1973 | Rowan & Martin´s Laugh-In | Mörg hlutverk | 85 þættir |
1973 | Lily | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1975 | The Lily Tomlin Special | Mörg hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1976-1977 | Saturday Night Live | Farrah Fawcett/mörg hlutverk/kynnir/Ernestine/Ruth Clusen | 2 þættir |
1983 | Our Time | Mrs. Judith Beasley | Þáttur nr. 1.13 |
1984 | Pryor´s Place | ónefnt hlutverk | Þáttur: Cousin Rita |
1976-1988 | Sesame Street | Edith Ann | 5 þættir |
1993 | And the Band Played On | Dr. Selma Dritz | Sjónvarpsmynd |
1994 | Edith Ann: A Few Pieces of the Puzzle | Edith Ann | Sjónvarpsmynd Talaði inn á |
1994 | Edith Ann: Homeless Go Home | Edith Ann | Sjónvarpsmynd Talaði inn á |
1994 | Frasier | Rita | Þáttur: The Unkindest Cut of All Talaði inn á |
1996 | Homicide: Life on the Street | Rose Halligan | Þáttur: The Hat |
1996 | Edith Ann´s Christmas (Just Say Noël) | Edith Ann | Sjónvarpsmynd Talaði inn á |
1994-1997 | The Magic School Bus | Ms. Valerie Frizzle | 52 þættir Talaði inn á |
1996-1998 | Murphy Brown | Kay Carter-Shepley | 39 þættir |
1998 | The X Files | Lydia | Þáttur: How the Ghosts Stole Christmas |
2005 | Simpsonfjölskyldan | Tammy | Þáttur: The Last of the Red Hat Mamas Talaði inn á |
2005-2006 | Will & Grace | Margot | 2 þættir |
2002-2006 | The West Wing | Deborah Fiderer | 34 þættir |
2008 | 12 Miles of Bad Road | Amelia Shakespeare | 6 þættir |
2008-2009 | Desperate Housewives | Roberta Simmons | 6 þættir |
2010 | Damages | Marilyn Tobin | 10 þættir |
2011 | NCIS | Penelope Langston | Þáttur: The Penelope Papers |
2012 | Web Therapy | Putsy Hodge | 3 þættir |
2012 | Eastbound & Down | Tammy | 3 þættir |
2012 | Malibu County | ónefnt hlutverk | Í frumvinnslu |
Leikhús
breyta
|
|
Verðlaun og tilnefningar
breytaAcademy of Science Fiction, Fantasty & Horror Films verðlaunin
- 1982: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Incredible Shrinking Woman.
American Comedy verðlaunin
- 1996: Tilnefnd sem fyndnasta leikkona í aukahlutverki fyrir Blue in the Face.
- 1994: Verðlaun sem fyndnasta leikkona í aukahlutverki fyrir Short Cuts.
- 1992: Verðlaun sem fyndnasta leikkona í aðalhlutverki fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
- 1991: Verðlaun sem fyndnasta leikkona í sjónvarpi fyrir An Evening With...Friends of the Environment.
- 1988: Verðlaun sem fyndnasta kvenn uppistandari.
- 1987: Verðlaun sem fydnnasta kvenn uppistandari.
- 1987: Lifetime Achievement verðlaunin í gamanleik.
BAFTA verðlaunin
- 1978: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Late Show.
- 1976: Tilnefnd sem upprennandi byrjandi í kvikmynd fyrir Nashville.
Berlin International Film Festival verðlaunin
- 1977: Verðlaun sem besta leikkona fyrir The Late Show.
Broadcast Film Critics Association verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir A Prairie Home Companion.
CableICE verðlaunin
- 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í kvikmynd eða míniseríu fyrir And the Band Played On.
- 1994: Verðlaun fyrir drama eða leikhús sérþátt fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
- 1994: Tilnefnd fyrir besta flutning í gamanþætti fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
- 1993: Tilnefnd fyrir besta flutning í gamanþætti fyrir 10th Annual Montreal Comedy Festival.
Daytime Emmy verðlaunin
- 1998: Tilnefnd fyrir besta flutning í teiknimyndaþætti fyrir The Magic School Bus.
- 1997: Tilnefnd fyrir besta flutning í teiknimyndaþætti fyrir The Magic School Bus.
- 1996: Tilnefnd fyrir besta flutning í teiknimyndaþætti fyrir The Magic School Bus.
- 1995. Verðlaun fyrir besta flutning í teiknimyndaþætti fyrir The Magic School Bus.
- 1985: Tilnefnd fyrir besta flutning í barnaþætti fyrir Pryor´s Place.
Drama Desk verðlaunin
- 2001: Tilnefnd fyrir endurupptöku á leikriti fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
- 1986: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
- 1986: Verðlaun sem besta leikhúsreynslan fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
Emmy verðlaunin
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Damages.
- 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Homicide: Life on the Street.
- 1996. Tilnefnd fyir besta upplýsinga sérþátt fyrir The Celluloid Closet.
- 1994: Tilnefnd fyrir einstaklingsframmistöðu í variety/tónlistar þætti fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
- 1993: Tilnefnd fyrir besta tónlistar/gaman sérþátt fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
- 1984: Tilnefnd fyrir einstaklingsframmistöðu í variety/tónlistar þætti fyrir Live...and in Person.
- 1981: Verðlaun fyrir besta tónlistar/gaman þátt fyrir Lily: Sold Out.
- 1978: Verðlaun fyrir besta handrit í gaman/tónlistar sérþætti fyrir The Paul Simon Special.
- 1976: Verðlaun fyrir besta handrit í gaman/tónlistar sérþætti fyrir The Lily Tomlin Special.
- 1976: Tilnefnd fyrir besta tónlistar/gaman sérþátt fyrir The Lily Tomlin Special.
- 1975: Tilnefnd fyrir besta tónlistar/gaman sérþátt fyrir Lily.
- 1975: Tilnefnd fyrir besta handrit í tónlistar/gaman sérþætti fyrir Lily.
- 1974: Verðlaun fyrir besta handrit í tónlistar/gaman sérþætti fyrir Lily.
- 1974: Verðlaun fyrir besta tónlistar/gaman sérþátt fyrir Lily.
- 1973: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í tónlistar/variety þætti fyrir Rowan & Martin´s Laugh-In.
- 1973: Tilnefnd fyrir besta handrit í tónlistar/gaman þætti fyrir The Lily Tomlin Show.
- 1972: Tilnefnd fyrir besta afrek leikkonu í tónlistar/variety þætti fyrir Rowan & Martin´s Laugh-In.
- 1971: Tilnefnd fyrir einstaklingsframmisöðu í klassískum sérþætti – einstaklingar fyrir Rowan & Martin´s Laugh-In.
Fantafestival verðlaunin
- 1981: Verðlaun sem besta leikkona fyrir The Indcredible Shrinking Woman.
Golden Globe verðlaunin
- 1994: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Short Cuts.
- 1985: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir All of Me.
- 1978: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir The Late Show.
- 1976: Tilnefnd fyrir frumraun sína í kvikmynd fyrir Nashville.
- 1976: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.
- 1972: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í sjónvarpi fyrir Rowan & Martin´s Laugh-In.
Gotham verðlaunin
- 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir A Prairie Home Companion.
Grammy verðlaunin
- 1977: Tilnefnd sem sem besta grínplatan fyrir Lily Tomlin On Stage.
- 1975: Tilnefnd sem besta grínplatan fyrir Modern Scream.
- 1973: Tilnefnd sem besta grínplatan fyrir And That´s The Truth.
- 1972: Verðlaun sem besta grínplatan fyrir This Is A Recording.
Independent Spirit verðlaunin
- 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Flirting with Disaster.
Kansas City Film Cirtics Circle verðlaunin
- 1976: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.
Lucy verðlaunin
- 2003: Heiðruð fyrir störf sín í sjónvarpi.
Mark Twain Prize for American Humor verðlaunin
- 2003: Verðlaun fyrir framlag sitt til Amerísk spaugs (gríns).
Michigan Women´s Hall of Fame
- 1998: Heiðruð fyrir vinnu sína gagnvart listum og skemmtanaiðnaðinum.
National Society of Film Critics verðlaunin
- 1975: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.
New York Film Critics Circle verðlaunin
- 1975: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.
Outer Critics´ Circle verðlaunin
- 1985-1986: Verðlaun sem besta leikkona fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
Óskarsverðlaunin
- 1976: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.
Peabody verðlaunin
- 1996: Verðlaun fyrir The Celluloid Closet sem kynnir og meðframleiðandi, ásamt Telling Pictures, HBO, Channel 4 og ZDF-Arte.
- 1996: Verðlaun fyrir Edith Ann´s Christmas – Just Say Noël sem Tomlin and Wagner Theatricalz, ásamt ABC og Kurtz & Friends.
Province International Film Festival verðlaunin
- 2000: Lily verðlaunin.
Satellite verðlaunin
- 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir A Prairie Home Companion.
Screen Actors Guild verðlaunin
- 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003. Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
Seattle International Film Festival verðlaunin
- 1991: Verðlaun sem besta leikkona fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
Tony verðlaunin
- 2001: Tilnefnd fyrir endurupptöku á leikriti fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
- 1986: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
- 1977: Sérstök verðlaun.
U.S. Comedy Arts Festival verðlaunin
- 2002: Career Tribute verðlaunin.
Venice Film Festival verðlaunin
- 1993: Verðlaun með leikhópi fyrir Short Cuts.
WinFemme Film Festival verðlaunin
- 2002: WIN Lifetime Achievement verðlaunin.
Women in Film Crystal verðlaunin
- 1992: Crystal verðlaunin.
Writers Guild of America verðlaunin
- 1974: Tilnefnd fyrir besta handritið fyrir Lily.
Tilvísanir
breyta- ↑ Ævisaga Lily Tomlin á IMDB síðunni
- ↑ „Fréttatilkynning Fenway Health um viðtakendur Dr. Susan M. Love verðlaunanna þann 5. mars 2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2012. Sótt 5. júní 2012.
- ↑ „Leikritið World of Illusion á The Internet Off-Broadway Database síðunni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. október 2012. Sótt 5. júní 2012.
- ↑ Ferill og ævisaga Lily Tomlin á heimasíðu hennar
- ↑ Ferill og ævisaga Lily Tomlin á heimasíðu hennar
- ↑ Ferill og ævisaga Lily Tomlin á heimasíðu hennar
- ↑ Persónur Lily Tomlin á heimasíðu hennar[óvirkur tengill]
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Lily Tomlin“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. júní 2012.
- Lily Tomlin á IMDb
- Ævisaga og ferill Lily Tomlin á heimasíðu hennar
- Leikhúsferill Lily Tomlin á Internet Broadway Database síðunni
- Lily Tomlin á The Internet Off-Broadway Database síðunni Geymt 23 september 2012 í Wayback Machine