Leverkusen
Leverkusen er borg í þýska sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu og er með 164 þúsund íbúa (2018). Borgin er þekkt fyrir iðnaðarrisann Bayer. Hún er hluti af Rín-Ruhr-stórborgarsvæðinu.
Leverkusen | |
---|---|
Sambandsland | Norðurrín-Vestfalía |
Flatarmál | |
• Samtals | 78,87 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 60 m |
Mannfjöldi | |
• Samtals | 164 þús (2.018) |
• Þéttleiki | 2.039/km2 |
Vefsíða | www.leverkusen.de Geymt 15 ágúst 2020 í Wayback Machine |
Lega
breytaLeverkusen liggur við Rínarfljót, fyrir sunnan Ruhr-héraðið. Næstu borgir eru Köln til suðurs (10 km) og Düsseldorf til norðvesturs (20 km).
Skjaldarmerki
breytaSkjaldarmerki Leverkusen sýnir rautt ljón með bláa kórónu á dökkgráum grunni. Lárétt þvert yfir skjöldinn er svört takkalína. Ljónið er tákn hertogadæmisins Berg (Bergisch Land) sem Leverkusen lá í áður fyrr. Takkalínan er tekin úr merki Opladen en það var tákn tveggja bræðra sem réðu yfir þeim bæ á 13. öld. Opladen og Leverkusen sameinuðust 1930. Skjaldarmerki þetta var tekið upp og samþykkt 1976.
Orðsifjar
breytaBorgin er nefnd eftir athafnamanninum Carl Leverkus, sem setti á fót verksmiðjur síðla á 19. öld.
Söguágrip
breyta- Á 12. öld er getið um ýmis þorp á núverandi bæjarstæði og tilheyrðu þau hertogadæminu Berg. Helsta þorpið og bærinn var Opladen.
- 1815 varð svæðið prússneskt, eftir fall Napoleons.
- 1858 fékk Opladen borgarréttindi.
- 1862 setti athafnamaðurinn Carl Leverkus upp lyfjaverksmiðjur mitt á milli bæja við Rín (1891 keypti Bayer AG verksmiðjurnar).
- 1930 sameinuðust borgin Wiesdorf og bæirnir Schlebusch, Steinbüchel og Rheindorf í eina stóra borg sem fékk nafnið Leverkusen. Sama ár voru nokkrir fleiri bæir innlimaðir. Sömuleiðis stækkaði borgin Opladen við innlimun nokkurra bæja.
- 1975 voru borgirnar Leverkusen og Opladen sameinaðar undir nafninu Leverkusen.
Íþróttir
breytaAðalíþróttafélag borgarinnar er Bayer Leverkusen sem er starfrækt í mörgum íþróttagreinum.
Leverkusen vann sinn fyrsta Bundesliga titil árið 2024.
Félagið varð bikarmeistari 1993 og Evrópumeistari bikarhafa 1988 (sigraði þá Espanyol frá Barcelona) og komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu 2002 (tapaði þá fyrir Real Madrid).
Byggingar og kennileiti
breytaBayer-krossinn er helsta kennileiti Leverkusen. Það var upphaflega reist 1933 og hékk þá milli tveggja stórra iðnaðarreykháfa. Í seinna stríðinu varð að fjarlægja merkið, en núverandi merki var sett upp 1958. Það hangir á tveimur 118 metra háum möstrum, en sjálft er merkið 51 metri í þvermál. Á kvöldin eru ljósin á merkinu kveikt og sést það þá víða að. 2007 ráðgerði fyrirtækið Bayer að taka merkið niður, en sökum mikilla mótmæla frá íbúum var hætt við þann ráðahag.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Leverkusen“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2010.