Leverkusen

Skjaldarmerki Leverkusen Lega Leverkusen í Þýskalandi
DEU Leverkusen COA.svg
Lage der kreisfreien Stadt Leverkusen in Deutschland.png
Upplýsingar
Sambandsland: Norðurrín-Vestfalía
Flatarmál: 78,87 km²
Mannfjöldi: 164 þús. (2018)
Þéttleiki byggðar: 2039/km²
Hæð yfir sjávarmáli: 60 m
Vefsíða: www.leverkusen.de

Leverkusen er borg í þýska sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu og er með 164 þúsund íbúa (2018). Borgin er þekkt fyrir iðnaðarrisann Bayer. Hún er hluti af Rín-Ruhr-stórborgarsvæðinu.

LegaBreyta

 
Leverkusen er nefnd eftir athafnamanninum og verksmiðjueigendanum Carl Leverkus

Leverkusen liggur við Rínarfljót, fyrir sunnan Ruhr-héraðið. Næstu borgir eru Köln til suðurs (10 km) og Düsseldorf til norðvesturs (20 km).

SkjaldarmerkiBreyta

Skjaldarmerki Leverkusen sýnir rautt ljón með bláa kórónu á dökkgráum grunni. Lárétt þvert yfir skjöldinn er svört takkalína. Ljónið er tákn hertogadæmisins Berg (Bergisch Land) sem Leverkusen lá í áður fyrr. Takkalínan er tekin úr merki Opladen en það var tákn tveggja bræðra sem réðu yfir þeim bæ á 13. öld. Opladen og Leverkusen sameinuðust 1930. Skjaldarmerki þetta var tekið upp og samþykkt 1976.

OrðsifjarBreyta

Borgin er nefnd eftir athafnamanninum Carl Leverkus, sem setti á fót verksmiðjur síðla á 19. öld.

SöguágripBreyta

 
Hið nýtískulega ráðhús borgarinnar Leverkusen
  • Á 12. öld er getið um ýmis þorp á núverandi bæjarstæði og tilheyrðu þau hertogadæminu Berg. Helsta þorpið og bærinn var Opladen.
  • 1815 varð svæðið prússneskt, eftir fall Napoleons.
  • 1858 fékk Opladen borgarréttindi.
  • 1862 setti athafnamaðurinn Carl Leverkus upp lyfjaverksmiðjur mitt á milli bæja við Rín (1891 keypti Bayer AG verksmiðjurnar).
  • 1930 sameinuðust borgin Wiesdorf og bæirnir Schlebusch, Steinbüchel og Rheindorf í eina stóra borg sem fékk nafnið Leverkusen. Sama ár voru nokkrir fleiri bæir innlimaðir. Sömuleiðis stækkaði borgin Opladen við innlimun nokkurra bæja.
  • 1975 voru borgirnar Leverkusen og Opladen sameinaðar undir nafninu Leverkusen.

ÍþróttirBreyta

 
BayArena er stærsti íþróttaleikvangur Leverkusen

Aðalíþróttafélag borgarinnar er Bayer Leverkusen sem er starfrækt í mörgum íþróttagreinum. Knattspyrnudeildin leikur að öllu jöfnu í 1. deild og er besti árangur hennar 2. sætið (fjórum sinnum alls). Félagið varð þó bikarmeistari 1993 og Evrópumeistari bikarhafa 1988 (sigraði þá Espanyol Barcelona frá Spáni) og komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu 2002 (tapaði þá fyrir Real Madrid).

Byggingar og kennileitiBreyta

 
Bayer-krossinn er helsta kennileiti Leverkusen

Bayer-krossinn er helsta kennileiti Leverkusen. Það var upphaflega reist 1933 og hékk þá milli tveggja stórra iðnaðarreykháfa. Í seinna stríðinu varð að fjarlægja merkið, en núverandi merki var sett upp 1958. Það hangir á tveimur 118 metra háum möstrum, en sjálft er merkið 51 metri í þvermál. Á kvöldin eru ljósin á merkinu kveikt og sést það þá víða að. 2007 ráðgerði fyrirtækið Bayer að taka merkið niður, en sökum mikilla mótmæla frá íbúum var hætt við þann ráðahag.

HeimildirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist