James Eugene Carrey (f. 17. janúar 1962), best þekktur sem Jim Carrey, er leikari og uppistandari, sem er fæddur í Kanada, en hefur aðallega búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið til tvennra Golden Globe-verðlauna.

Jim Carrey
Jim Carrey
Jim Carrey
Upplýsingar
FæddurJames Eugene Carrey
17. janúar 1962 (1962-01-17) (62 ára)
Ár virkur1983 - nú
MakiMelissa Womer (1987-1995)
Lauren Holly (1996-1997)
Helstu hlutverk
Stanley Ipkiss/The Mask í The Mask
Ace Ventura í Ace Ventura: Pet Detective og Ace Ventura: When Nature Calls
Bruce Nolan í Bruce Almighty
Edward Nygma/The Riddler í Batman Forever
Lloyd Christmas í Dumb and Dumber
The Grinch í The Grinch
Count Olaf í A Series of Unfortunate Events
Truman Burbank í The Truman Show
Golden Globe-verðlaun
Besti kvikmyndaleikari (drama)
1999 The Truman Show
Besti kvikmyndaleikari (tónlist/skemmtun)
2000 Man on the Moon

Ævi breyta

Yngri ár breyta

 

Carrey fæddist í Newmarket, Ontario í Kanada. Foreldrar hans eru Kathleen Oram, heimavinnandi húsmóðir og Percy Carrey, tónlistarmaður og bókhaldari. [1][2] Carrey á þrjú eldri systkini: John, Patricia og Rita. Fjölskyldan er kaþólsk[3] og er ættuð frá Frakklandi.[4] Frá ungum aldri hafði hann gaman að því að skemmta fólki. Kennarar hans leyfðu honum oft að vera með hálfgert uppistand fyrir bekkinn í lok skóladags. Var það umsamið þannig að hann myndi ekki trufla eðlilegt skólahald.

Fjölskylan flutti til Scarborough árið 1976 þegar Carrey var 14 ára. Hann gekk þar í kaþólskan skóla í North York í tvö ár. Síðan fekk hann í Agincourt Collegiate-stofnunina, elsta menntaskóla Scarborough.

Upphaf ferils sem skemmtikraftur breyta

Árið 1979 var Carrey með uppistönd á Yuk Yuk's í Toronto. Umboðsmaður Carrey var Leatrice Spevack. Í febrúar 1981, þegar Carrey var nýorðinn 19 ára, var birt grein um hann í dagblaðinu Toronto Star. Þar var honum lýst sem „rísandi stjörnu“[5]

Upphaf kvikmyndaferils breyta

Fyrsta kvikmynd Carrey var myndin Rubberface (1983). Hann lék einnig í myndum eins og Peggy Sue Got Married (1986), Earth Girls are Easy (1988) og The Dead Pool (1988) en Carrey bar ekki mikið úr býtum fyrir leik sinn í þeim myndum. Það breyttist heldur betur árið 1994 þegar hann lék í þremur myndum sem slógu allar í gegn: Ace Ventura: Pet Detective, The Mask og Dumb and Dumber.

Tilvísanir breyta

  1. http://www.usaweekend.com/03_issues/030525/030525carrey.html[óvirkur tengill]
  2. http://www.filmreference.com/film/1/Jim-Carrey.html
  3. http://www.usatoday.com/life/2003-05-20-carrey_x.htm
  4. Jim Carrey: The Joker Is Wild. 2000. Knelman, Martin. U.S.: Firefly Books Ltd. p. 8.
  5. "Up, up goes a new comic star," Bruce Blackadar, Toronto Star, 27. febrúar 1981, p. C1.

Tenglar breyta