Lappamerla
Lappamerla (fræðiheiti: Caloplaca tornoensis) er tegund fléttna af glæðuætt (Teloschistaceae). Hún finnst meðal annars á Íslandi þar sem hún er dreifð um landið að mestu fyrir utan láglendi Sunnanlands. Hún er þó ekki mjög algeng á Íslandi.[1]
Lappamerla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Ekki metið
(IUCN)
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Caloplaca tornoensis |
Orðsifjar
breytaLappamerla dregur latneska heiti sitt af landsvæði lappa í Skandinvaíu.[1]
Útlit og búsvæði
breytaLappamerla er hrúðurflétta með gráleitt og hvítt þal. Á þalinu myndast ryðbrúnar og mattar askhirslur sem verða blásvartar, stundum gljáandi við jaðrana.[1] Hún vex oftast mosa, einkum á mosa yfir klöppum og þá sérstaklega á holtasóta (Andreaea rupestris), en getur einnig vaxið á jurtaleifum og dauðum engjaskófum.[1]
Átta gró eru í hverjum aski. Flest gróin eru tvíhólfa með þunnum þvervegg, oddbaugótt eða sporbaugótt, 15-21 x 5-8 µm að stærð.[1]
Efnafræði
breytaLappamerla inniheldur gula litarefnið parietín í askhirslum.[1]
Þalsvörun lappamerlu er K- en K+ vínrauð í askhirslum, C-, KC- og P-.[1]