Engjaskófir (fræðiheiti: Peltigera) [1] eru ættkvísl fléttna af engjaskófarætt. Þær vaxa oftast á grónum jarðvegi og eru af formgerð blaðfléttna. Ættkvíslin er útbreidd um allan heim og inniheldur 66 tegundir. Lífefnafræði fléttnanna er lítt þekkt en þær gefa margar hverjar frá sér lífvirkar annars stigs efnaskiptaafurðir. Meðal nýlegra rannsókna sem stundaðar hafa verið á engjaskófa fléttum má nefna kennigreiningu ljósbýlinga fléttnanna, en innan ættkvíslarinnar er að finna tegundir sem nýta sér grænþörunga og blágerla til ljóstillífunar. Í ljós hefur komið að ljósbýlingar engjaskófa eru um margt frábrugðnir sömu bakteríu- eða þörungahópum sem lifa sjálfstæðu lífi utan fléttunnar [2]

Engjaskófir
Peltigera leucophlebia
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Engjaskófabálkur (Peltigerales)
Ætt: Engjaskófarætt (Peltigeraceae)
Ættkvísl: Engjaskófir (Peltigera)
Tegundir á Íslandi

Sjá texta.

Tegundir á Íslandi

breyta

Listinn er byggður á skrá yfir fléttur á Íslandi frá árinu 2009 nema annað sé tekið fram.[3] Íslensk heiti eru frá Herði Kristinssyni.[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag
  2. Martínez, Burgaz, Vitikainen og Escudero (2003) Distribution patterns in the genus Peltigera Willd. Lichenologist 35: 301-323.
  3. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands.
  4. Manoharan-Basil, S. S., Miadlikowska, J., Goward, T., Andrésson, Ó., S. og Miao, V. P. W. Peltigera islandica a new cyanolichen species in section (Peltigera canina group). The Lichenologist 48(5): 451-467
  5. Ósk U. U. Aniforo (2012). Cyanobacteria in lichens and mosses. Reykjavík: Háskólaprenti.