Lögin úr söngleiknum Deleríum Búbónis
hljómplata frá árinu 1960
Lögin úr Deleríum Búbónis er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytja leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur sex valin lög úr söngleiknum Deleríum búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikararnir eru Kristín Anna Þórarinsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Brynjólfur Jóhannesson, Karl Sigurðsson, Sigríður Hagalín, Árni Tryggvason, Nína Sveinsdóttir, Guðmundur Pálsson og Gísli Halldórsson. Leikstjóri var Lárus Pálsson. Hljómsveit Carl Billich leikur undir og Carl útsetti lögin. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Ljósmynd tók Oddur Þorleifsson en Þorleifur Þorleifsson sá um hönnun, teikningu og leturgerð. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG.
Lögin úr Deleríum Búbónis | |
---|---|
EXP-IM 70 | |
Flytjandi | Kristín Anna Þórarinsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Brynjólfur Jóhannesson, Karl Sigurðsson, Sigríður Hagalín, hljómsveit Carl Billich |
Gefin út | 1960 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Lagalisti
breyta- Söngur jólasveinanna
- Ljúflingshóll - ⓘ
- Ástardúett - ⓘ
- Brestir og brak
- Ágústkvöld - ⓘ
- Sérlegur sendiherra
Textablöð með plötunni
breyta-
Höfundar Delerium Búbonis, leikstjóri og hljómsveitarstjórn.
-
Leikendur.
-
Textarnir.