Kvef
(Endurbeint frá Kvefaður)
Kvef er bráðsmitandi, en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur óþægindum og bólgum í öndunarfærum manna, einkum í nefi og háls, en jafn vel einnig í ennisholum og augum. Kvefi valda einkum picornaveirur og kórónaveirur.
Algeng einkenni kvefs eru nefrennsli, stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum einnig þreyta, máttleysi, höfuðverkur og lystarleysi. Hiti og beinverkir eru venjulega til marks um flensu. Einkenni kvefs hverfa yfirleitt á um 7-10 dögum en geta varað í tvær til þrjár vikur.
Engin lyf eru til gegn kvefi og bólusetning við kvefi er ekki til. Eftir að maður hefur fengið kvefpest af völdum eins afbrigðis þeirrar veiru fær maður hana þó ekki aftur. Mikilvæg forvörn gegn kvefi er handþvottur.