Bjössi Sax
Björn Kristinsson (fæddur 24. maí 1994, betur þekktur sem Bjössi Sax, er íslenskur saxafónspilari.[1] Hann hefur leikið með hljómsveitum á borð við Kiriyama Family, White Signal, Trío Bjössa Sax og í A liði Veðurguðanna. Árið 2021 var hann útnefndur bæjarlistarmaður Seltjarnarness.[2]
Björn Kristinsson | |
---|---|
Fæddur | 24. apríl 1994 |
Önnur nöfn | Bjössi Sax |
Störf | Saxafónspilari |
Fjölskylda
breytaBjörn fæddist í Búkarest í Rúmeníu og var ættleiddur til Íslands 8 mánaða gamall af Kristni Hauki Skarphéðinssyni, dýravistfræðingi, og Unni Steinu Björnsdóttur, lækni.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Lét sig hverfa af tónleikum fyrir sveppasúpu“. K100. Morgunblaðið. 31. október 2024. Sótt 24. nóvember 2024. „'Björn Kristinsson, eða Bjössi Sax eins og hann er oftast kallaður, [..]“
- ↑ 2,0 2,1 „Björn Kristinsson (Bjössi Sax) útnefndur“. Nesfréttir. 2. maí 2021. bls. 6. Sótt 24. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.