Kalíníngrad
(Endurbeint frá Królewiec)
Kalíníngrad (rússneska Калининград, þýska Königsberg, litáíska Karaliaučius, pólska Królewiec) er rússnesk borg við Eystrasalt. Borgin og samnefnt hérað í kring liggja milli Litáens og Póllands en eru aðskilin frá öðrum hlutum Rússlands af Eystrasaltslöndunum og Hvíta-Rússlandi. Borgin, sem lengst af hét Königsberg, var stofnuð á miðöldum af Þýsku riddurunum, var prússnesk fram til sameiningar Þýskalands árið 1871 og eftir það þýsk fram til loka síðari heimsstyrjaldar, en var þá hertekin af rauða hernum og hefur verið undir yfirráðum Sovétmanna, síðar Rússa, æ síðan. Hún var endurnefnd árið 1946 eftir Míkhaíl Kalínín (1875 - 1946), forseta Æðstaráðs Sovétríkjanna, sem lést það ár.
Íbúar voru rúmlega 475.000 árið 2018.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kalíníngrad.