Króksfjörður er stuttur og grunnur fjörður við norðanverðan Breiðafjörð. Fjörðurinn liggur næst Berufirði að vestan en Gilsfirði að austan. Við Króksfjörð er lítið nes, Króksfjarðarnes, og samnefndur þjónustukjarni á því. Úr Króksfirði liggur nýr heilsárs vegur sem opnaði haustið 2009 um Gautsdal og síðan Arnkötludal á Ströndum yfir í Steingrímsfjörð. Töluverð byggð er í firðinum og undirlendi þó nokkuð.

Króksfjördur
Kort

Í Króksfirði eru leifar fornrar eldstöðvar frá tertíertímabilinu og eru bergmyndanir margbreytilegar af þeim sökum. Má þar finna bæði djúpberg, eins og gabbró og granófýr, en einnig líparít.

Þórarinn krókur nam hér land og heitir fjörðurinn því svo.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.