Arnkötludalur

Arnkötludalur eða Þröskuldar er nafn á heilsárs veg sem opnaður var fyrir umferð í október 2009 og liggur á milli Steingrímsfjarðar á Ströndum og Króksfjarðar í Reykhólahreppi. Hann er hluti af Djúpveg nr. 61 og er 24,5 km langur. Vegurinn leysir af hólmi veg um Tröllatunguheiði sem er lítið eitt sunnar.