Konungsríkið Skotland

Konungsríkið Skotland (gelíska: Rìoghachd na h-Alba, skoska: Kinrick o Scotland) var ríki í Norðvestur-Evrópu sem var á dögum frá 843 til 1707. Ríkið, sem var á norðurhluta Stóra-Bretlands, náði yfir þriðjung eyjunnar. Einu landamæri þess á landi lágu að Englandi, en þau tvö ríki sameinuðust árið 1707 með Sambandslögunum 1707 og úr varð konungsríkið Stóra-Bretland. Allt frá árinu 1482 var yfirráðasvæði konungsríkisins bundið við Skotland nútímans. Fyrir utan fastaland Skotlands náði konungsríkið yfir um 790 eyjar.

Fáni Skotlands sem notaður er enn þann dag í dag.

Edinborg var höfuðborg konungsríkisins Skotlands. Árið 1700 var íbúafjöldi Skotlands um það bil 1,1 milljón manns.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.