Klassísk frjálslyndisstefna

(Endurbeint frá Klassískt frjálslyndi)

Klassísk frjálslyndisstefna eða laissez-faire-frjálslyndisstefna, einnig nefnd markaðsfrjálshyggja eða nýfrjálshyggja, er afbrigði af frjálslyndisstefnu og er í senn stjórnspeki- og stjórnmálastefna sem leggur áherslu á frelsi einstaklingsins, frjálsa verslun og takmörkuð afskipti ríkisvalds. Stefnan á rætur að rekja til rita Johns Locke, Adams Smith, Davids Hume, Davids Ricardo, Voltaires og Montesquieus auk annarra. Segja má að hún hafi orðið til upp úr frjálshyggju í hagfræði og stjórnmálum á 18. og 19. öld.

Adam Smith
Ludwig von Mises

Meginhugmyndin er sú að frjáls verslun og viðskipti og takmörkuð afskipti ríkisvaldsins af markaðnum leiði til þess að markaðurinn komi reglu á sjálfan sig.

Orðalagið klassísk frjálslyndisstefna komst í notkun eftir á til þess að greina hugmyndafræðina frá öðrum afbrigðum frjálslyndisstefnu sem urðu til á 20. öld, svo sem félagslegri frjálslyndisstefnu, sem leyfði mun meiri ríkisafskipti af hagkerfinu.

Ludwig von Mises, Friedrich Hayek og Milton Friedman er eignaður heiðurinn af endurlífgun klassískrar frjálslyndisstefnu á 20. öld en vinsældir hennar höfðu dvínað seint á 19. öld og í upphafi 20. aldar. Gagnrýnendur nefndu hugmyndafræðina gjarnan nýfrjálshyggju.

Tenglar

breyta
  • „What is Classical Liberalism?“ Geymt 22 febrúar 2009 í Wayback Machine eftir John C. Goodman
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Liberalism
  • „Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju?“. Vísindavefurinn.