Konungsríkið Stóra-Bretland
(Endurbeint frá Kingdom of Great Britain)
Konungsríkið Stóra-Bretland (enska: Kingdom of Great Britain) var ríki í Norðvestur-Evrópu sem var til frá 1707 til 1801. Það varð til þegar konungsríkið Skotland og konungsríkið England sameinuðust, með Sambandslögunum 1707, í eitt konungsríki sem náði yfir alla eyjuna Stóra-Bretland. Sameiginlegt þing, ásamt ríkisstjórn, sem sátu í Westminster, stjórnuðu hinu nýja konungsríki. Konungsríkin tvö höfðu einu sinni áður lotið sama einvaldi, Jakob 6., sem varð konungur Englands þegar Elísabet 1. dó árið 1603.
Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Írlands tók við af konungsríkinu Stóra-Bretlandi árið 1801 þegar konungsríkið Írland sameinaðist því með Sambandslögunum 1800.