Kex

stökk bökuð smákaka eða brauðflaga

Kex er lítil stökk bökuð kaka eða brauðflaga úr hveiti eða öðru mjöli. Kex getur verið annað hvort sætt eða salt. Til er margs konar kex, en við sætt kex er oft bætt ávöxtum, kryddi eða súkkulaði. Oft er kex hart en nýbakaðar smákökur geta verið mjúkar eða seigar. Hart kex mýkist með tímanum.

Custard cream er sætt kex sem er vinsælt á Bretlandi
Saltkex með síld og hvítlaukssósu

Saltkex er oft mjög hart og þynnra en sætt kex. Það er frekar brotthætt og er borðað með áleggi eins og osti og kæfu.

Fyrsta kexið var fundið upp sem endingargóður matur fyrir langar ferðir, sérstaklega sjóferðir (skipskex). Þetta kex var miklu þurrara en það kex sem við þekkjum í dag en það var ekki sætt. Í upphafi var kex bakað einu sinni og svo aftur við lægra hitastig til að þurrka það (sbr. tvíbaka). Slíkt kex gat enst í nokkur ár að því tilskildu að það héldist þurrt. Fyrir lengri ferðir var þetta kex bakað fjórum sinnum, frekar en tvisvar.

Orðið kex á rætur að rekja til danska orðsins kiks, sem er komið frá enska orðinu cakes „kökur“.[1] Á mörgum tungumálum er orðið yfir kex komið frá franska orðinu biscuit, sem þýðir „bakað tvisvar“.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. „kiks — Den Danske Ordbog“. Sótt 2. maí 2014.
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.