Bakstur

Eldunaraðferð á mat

Bakstur er eldunaraðferð þar sem matur er eldaður í þurrum hita, oftast í ofni, en einnig á heitri ösku eða steini. Helstu bökuðu matvælin eru brauð, kökur, tertur, bökur og kex. Önnur matvæli eins og kartöflur og pastaréttir eins og lasagna eru líka bökuð. Við bakstur fer hitinn hægt í gegnum matinn og umbreytir yfirborði og miðju hans. Yfirborðið verður harðara og þurrara en miðjan er mýkri. Sem atvinnugrein fer bakstur frám í bakaríi en þar eru bakaðar vörur búnar til og seldar.

Bedúínar að búa til og baka brauð

Tengt efni

breyta
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.