Valur Ingimundarson

Valur Snjólfur Ingimundarson, fæddur 20. febrúar 1962, er fyrrverandi landsliðsmaður í körfuknattleik.

Valur Ingimundarson
Upplýsingar
Fullt nafn Valur Snjólfur Ingimundarson
Fæðingardagur 20. mars 1963 (1963-03-20) (61 árs)
Fæðingarstaður    Ísland
Leikstaða Framherji
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1979–1988
1988–1993
1993–1995
1995–1998
1998–2002
2002–2004
Njarðvík
Tindastóll
Njarðvík
BK Odense
Tindastóll
Skallagrímur
Landsliðsferill2
Ár Lið Leikir
1988–1995 Ísland 164

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 7. júlí 2022.
2 Landsliðsleikir uppfærðir
17. júlí 2022.

Valur hóf að æfa körfuknattleik 15 ára gamall með liði UMFN. Hann lék með meistaraflokki félagsins í úrvalsdeild til ársins 1988, en þá gekk hann til liðs við Tindastól frá Sauðárkróki. Með þeim lék hann í fimm ár og skipti svo aftur í sitt gamla félag, UMFN. Þar vann hann tvo Íslandsmeistaratitla og fór í kjölfarið til Danmerkur í nám.

Þegar hann sneri aftur, tók hann við þjálfun Tindastóls næstu fjögur árin, og kom þeim m.a. í úrslit Íslandsmótsins 2001. Þar töpuðu hans menn fyrir UMFN.

Haustið 2002 tók Valur við þjálfun Skallagríms frá Borgarnesi. Liðið féll um vorið í 1. deild, en vann þá deild ári seinna. Vorið 2006 kom Valur Skallagrími í úrslit Íslandsmótsins þar sem liðið tapaði fyrir UMFN. Hann vék úr þjálfarastólnum ári seinna þegar Skallagrímur tapaði óvænt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir liði UMFG.

Vorið 2007 tók Valur sér svo frí frá þjálfun en haustið 2008 snéri hann á heimaslóðir og tók við liði Njarðvíkur aftur og enduðu þeir í 5. sæti á hans fyrsta ári en duttu út í 8-liða úrslitum fyrir erkifjendunum í Keflavík.

Valur er stigahæstur allra leikmanna í úrvalsdeild frá upphafi, hefur skorað 7.355 stig í 400 leikjum, eða 18,2 stig að meðaltali. Hann var valinn besti leikmaður úrvalsdeildar árin 1984, 1985 og 1988, og var auk þess valinn fimm sinnum í úrvalslið deildarinnar. Þá var hann valinn í lið aldarinnar, sem tilkynnt var snemma árs 2001, sem byrjunarliðsmaður.

Valur er næstleikjahæsti leikmaður landsliðsins, lék 164 leiki á árunum 1980-1995.

Heimildir breyta

  • Leikni framar líkamsburðum eftir Skapta Hallgrímsson, útg. Körfuknattleikssamband Íslands 2001
  • KKÍ.is

Tengill breyta