„Katharine Isabelle“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Arrowrings (spjall | framlög)
Ný síða: {{Leikari | name = Katharine Isabelle | image = Katharine Isabelle.jpg | imagesize = 250px | caption = | birthdate = {{Fæðingardagur og aldur|1981|11|2}} | location = Vancouver...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. apríl 2016 kl. 21:03

Katharine Isabelle (fædd Katharine Isobelle Murray 2. nóvember, 1981) er kanadísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Ginger Snaps seríunni, American Mary og Freddy vs. Jason.

Katharine Isabelle
Upplýsingar
FæddKatharine Isobel Murray
2. nóvember 1981 (1981-11-02) (42 ára)
Ár virk1989 -
Helstu hlutverk
Ginger í Ginger Snaps seríunni
Gibb í Freddy vs. Jason
Mary Mason í American Mary
Tamara í See No Evil 2

Einkalíf

Isabelle er fædd og uppalin í Vancouver, Bresku Kólumbíu.<ref>Ævisaga Katharine Isabelle á IMDB síðunni (Skoðað 10.04.2016)</ref

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Isabelle var árið 1989 í sjónvarpsmyndinni Last Train Home. Síðan þá hefur hún komið fram sem gestaleikari í þáttum á boð við Goosebumps, The X-Files, Da Vinci´s Inquest, Smallville, Stargate SG-1, Supernatural, Sanctuary og Psych.

Isabelle lék í dramaseríunnni Endgame sem Danni árið 2011 en aðeins þrettán þættir voru gerðir. Síðan lék hún stórt gestahlutverk sem Margot Verger í drama/spennu-seríunni Hannibal frá 2014-2015.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Isabelle var árið 1989 í Cousins. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við The Last Winter, Josie and the Pussycats, Insomnia, Show Me, Frankie & Alice og Victims.

Isabelle er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Ginger í hrollvekjumyndunum Ginger Snaps en alls hefur hún leikið í þremur myndum um sömu persónuna.

Að auki hefur hún leikið í öðrum hrollvekjumyndum á borð við Freddy vs. Jason, Rampage, The Beginning og American Mary.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar