„Betty Friedan“: Munur á milli breytinga

bandarískur rithöfundur og femínisti (1921-2006)
Efni eytt Efni bætt við
Marinooo (spjall | framlög)
Innihald þessarar greinar er þýtt af en:Betty Friedan. Hægt er að sjá hverjum greinin er eignuð á breytingskrá þeirrar greinar.
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 22. maí 2015 kl. 18:22

Betty Friedan (4. febrúar 19214. febrúar 2006) var Bandarískur rithöfundur, aðgerðasinni og femínisti. Hún var aðalpersóna í kvenréttindabaráttunni í Bandaríkjunum. Bók eftir hana, The Feminine Mystique, er oft sögð hafa vakið upp aðra bylgju femínismans í Bandaríkjunum á tuttugustu öldinni. Árið 1966 stofnaði Betty (ásamt 48 öðrum) samtökin National Organization for Women (NOW) og var í kjölfarið kjörin forseti samtakanna. Markmið samtakanna voru að virkja konur í bandarísku samfélagi og að koma á kynjajafnrétti í Bandaríkjunum.

Betty Friedan árið 1960

Árið 1970, eftir að hafa hætt sem forseti NOW skipulagði Betty jafnréttisverkfall kvenna. Verkfallið var þann 26. ágúst 1970, á fimmtíu ára afmæli kosningaréttar kvenna í Bandaríkjunum. Þetta verkfall á landsvísu hafði mun meiri áhrif á femínistahreyfinguna en búist var við. Í kröfugöngunni í New York borg, sem Betty leiddi sjálf, komu saman 50.000 manns. Árið 1971 gekk Betty í lið með öðrum frægum femínistum og stofnaði National Women's Political Caucus (NWOP), samtök sem ætluð voru til þess að safna, þjálfa og styrkja konur sem vildu komast í kjörin embætti. Betty studdi líka heilshugar Jafnréttisbreytingatillöguna (Equal Rights Amendment) sem bandaríska þingið samþykkti árið 1972 eftir mikinn þrýsting frá NOW. Eftir að breytingatillagan hafði verið samþykkt barðist Betty fyrir því að tillagan yrði gerð fullgild í öllum ríkjum og studdi jafnframt því aðrar umbætur á réttindum kvenna. Hún stofnaði til dæmis National Association for the Repeal of Abortion Laws (Landssamtök fyrir ógildingu laga um fóstureyðingar) en var þó síðar gagnrýnin á fóstureyðingamiðaðar skoðanir margra frjálshygginna femínista.

Betty var virk í stjórnmálum og ýmis konar réttindabaráttu það sem eftir var af lífi hennar og skrifaði sex bækur. Betty var snemma gagnrýnin á hneigðar og ýktar tegundir femínistahreyfingar sem réðust gegn mönnum og húsmæðrum.

Æska

Betty fæddist 4. febrúar 1921 í borginni Peoria í Illinois fylki. Hún var nefnd Bettye Naomi Goldstein af foreldrum sínum Harry og Miriam Goldstein sem voru af rússneskum og ungverskum ættum. Faðir hennar, Harry, átti skartgripaverslun í Peoria og móðir hennar skrifaði greinar fyrir dagblað eftir að faðir Betty varð veikur. Virtist henni nýja líf móður hennar utan heimilisins mun gleðilegra.

Þegar Betty var ung var hún virk bæði í hópum marxista og gyðinga. Síðar skrifaði hún að henni hafi stundum þótt hún vera einangruð frá gyðingasamfélaginu og að hún teldi ástríðu sína fyrir réttlæti eiga rætur í óréttlætið sem gyðingar hafa þurft að berjast gegn í gegnum tíðina. Hún gekk í framhaldsskólann í Peoria (Peoria High School) og vann þar við gerð skólablaðsins. Þegar umsókn hennar um að fá að vera með dálk í blaðinu var hafnað stofnuðu hún og sex vinir hennar blaðið Tide sem fjallaði um lífið heima við í stað skólalífsins.

Hún fór í kvennaskólann Smith College árið 1938 og fékk skólastyrk á fyrsta ári fyrir framúrskarandi námsárangur. Á öðru ári fékk hún áhuga á kveðskap og voru mörg ljóð eftir hana birt í útgefnum ritum skólans. Árið 1941 varð hún aðalritstjóri háskólablaðsins. Leiðararnir urðu stjórnmálalegri undir hennar stjórn og sýndu yfirleitt viðhorf gegn stríðsrekstri og ollu stundum deilum. Hún útskrifaðist með hæstu ágætiseinkunn (summa cum laude) árið 1942 með sálfræði sem aðalfag.

Hún var við nám við Kaliforníuháskóla í Berkeley í eitt ár árið 1943 á rannsóknarstyrk til framhaldsnáms í sálfræði með Erik Erikson. Hún varð virkari í stjórnmálum og hélt áfram að umgangast marxista. Í ævisögunni sinni sagði hún að kærastinn hennar á þessum tíma hafi þrýst á hana að hafna styrk til doktorsnáms og að hætta í námi.

Heimildir