Karls Gústafsstríðin

(Endurbeint frá Karls Gústafs-stríðið)

Karls Gústafsstríðin eru tvö stríð milli Danmerkur og Svíþjóðar sem stóðu yfir frá 1657 til 1660. Þau eru stríð nr. 5 og nr. 6 í hernaði milli landanna sem kallast Svíastríðin. Friðrik 3. Danakonungur fékk árið 1657 ríkisþingið í Óðinsvéum til að samþykkja að leggja fé í herferð gegn Svíum á meðan Karl 10. Gústaf var önnum kafinn við stríðsrekstur í Póllandi, en hann leiddi her sinn yfir hertogadæmin og Jótland. Þessi herferð Dana fór mjög illa. þegar vetur gekk í garð og dönsku sundin lagði tókst Svíum að komast á ís yfir til Fjóns og síðan Sjálands og Friðrik neyddist til að gefast upp og gera friðarsamninga, Hróarskeldusáttmálann þann 18. febrúar 1658 Með friðarsamningunum í Hróarskeldu 1658 urðu Danir að afsala sér Skáni, Hallandi, Blekinge, Bóhúsléni og Þrændalögum. Friðarsamningarnir héldu þó ekki og Karl Gústaf settist um Kaupmannahöfn. Friðrik konungur tók sjálfur þátt í vörn borgarinnar og varð gífurlega vinsæll, Svíum varð ekkert ágengt og eftir að Karl Gústaf lést 1660 var saminn friður á ný. Svíar héldu mestöllum landvinningum sínum, nema Þrændalögum.

Svíar fara yfir ísilagt sundið milli Jótlands og Fjóns. Málverk eftir Johan Philip Lemke.

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.