Kynhormón
(Endurbeint frá Karlhormón)
Kynhormón skiptast í beggjakyns, karlkyns og kvenkyns kynstera. Hormónin GBH, ESH og GnRH gegna mikilvægum hlutverkum varðandi kyn en teljast ekki til kynhormóna. Kynhórmon eru framleidd í kynkirtlunum (þ.e. í eggjastokkunum eða eistunum) eða nýrnahettunum. Þau geta líka umbreytast úr öðrum kynhormónum í ný í vefjum eins og lifri eða fituvef.
Tegundir
breytaHelstu tegundir kynhormóna eru andrógen og estrógen, og þau mikilvægustu þessara tegunda hormóna eru testósterón og estradíól. Það er líka til þriðja tegund, prógesterón. Karlhormón hafa karlvæðandi áhrif og estrógen hafa kvenvæðandi áhrif. Báðar gerðir eru þó til í báðum kynjum, þó í mismunandi magni.
- Prógesterón stýrir breytingum í legslímhúðinni á tíðahringnum og viðheldur þungun.
- Estrógen stýra líka tíðahringnum og hvetja þroska kvenlegra einkenna eins og brjósta og fitusöfnunar á mjöðmum. Helstu gerðir eru estradíól, estríól, og estrón.
- Karlhormón hvetja þroska karllegra einkenna, þau láta fóstur þróa með sér karlkynfæri og valda kynþroska hjá strákum. Karlhormón eru framleidd í eistunum í körlum, í eggjastokkunum í konum, og í nýrnahettunum. Konur hafa líka karlhormón, en mun minna er karlar. Karlhormón auka kynhvöt, láta axlir víkka, láta vöðva stækka, draga úr fitusöfnun, hvetja sæðismyndun, og valda árásargirni. Aðalkarlhormónið er testósterón. Til eru margar gerðir vefaukandi stera (anabólískra stera) sem framleiddir eru sem lyf og eru stundum misnotaðir af íþróttamönnum.