Sæði eða brundur er lífrænn vökvi með sáðfrumum sem losnar við sáðlát karlmanns eða karldýrs. Kynkirtlar og önnur kynfæri karldýra (eða tvíkynjungja) framleiða sæði sem frjóvgað geta eggfrumur kvendýra. Sæði karlmanna inniheldur m.a. ensím og frúktósa sem sjá um að sæðisfrumurnar lifi sem lengst og eykur drifkraftinn í „sundi“ þeirra að egginu.

Sæði karlmanns í ræktarskál

Tengt efni

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.