Hormón (stundum kallað vaki eða kirtlavaki) eru öll þau boðefni sem fjölfruma lífvera framleiðir í kirtli og sendir með æðakerfinu til þess að hafa áhrif á líffæri og stýra starfsemi þeirra. Helstu efnagerðir hormóna eru eikosanóíðar, sterar, og amínósýrur (amín, peptíð, og prótein).

Hormón geta haft áhrif á meltingu, efnaskipti, öndun, vefi, skynjun, svefn, útskilnað með þvagi og saur, mjólkurmyndun, streituviðbragð, frumuvöxt, æxlun, og skap. Þetta gera þau með því að bindast ákveðnum viðtökum í frumum, oft fer þá af stað kerfi sem eykur umritun ákveðinna próteina, þó að sum hormón hafi fljótari áhrif.

Dæmi um hormón sem flestir kannast við eru adrenalín, testósterón og estrógen.

Hormón í mannslíkamanum

breyta

Helstu hormón mannslíkamans eftir innkirtlum:

  • Undirstúka
    • Drif og hömluhormón
    • ADH - eykur þvagmyndun, minnkar vatnslosun í nýrum.
    • Hríðahormón
  • Heiladingull
    • Stýrihormón nýrnahettubarkar
    • Stýrihormón skjaldkirtils
    • Stýrihormón kynkirtla
    • Vaxtarhormón
    • Mjólkurhormón
  • Heilaköngull
  • Skjaldkirtill
    • Kalsítónín - minnkar kalkmagn í blóði
    • Þýroxín - hraðar efnaskiptum
  • Kalkkirtlar
    • Kalkhormón - eykur magn kalks í blóði
  • Hóstarkirtill
    • Týmosín
  • Nýru
    • Rauðkornahormón
    • Renín
  • Bris
    • Glúkagon - eykur blóðsykursstyrk
    • Insúlín - dregur úr blóðsykursstyrk (sykursýki 1 er hægt að halda í skefjum með insúlínsprautum)
  • Nýrnahettur
    • Kortísól
    • Aldósterón - eykur natríumuppsog í nýrum
    • Andrógen
    • Adrenalín/Noradrenalín
  • Hjarta
    • ANH
  • Meltingarvegur
    • Gastrín
    • Sekretín
  • Kynkirtlar
    • Testósterón
    • Estrógen
    • Prógesterón
  • Fylgja
    • Kynstýrihormón