Kappadókía (gríska: Καππαδοκία, tyrkneska: Kapadokya komið frá persnesku: Katpatuka sem þýðir „land hinna fallegu hesta“) var stórt hérað inni í landi í Litlu-Asíu þar sem nú er Tyrkland. Í dag er nafnið Kappadókía aðallega notað í tenglsum við ferðamannaiðnað en það samsvarar nokkurn veginn því svæði sem nú heitir Nevşehir-hérað. Kappadókía er þekkt fyrir mjög sérstakt landslag sem orðið hefur til vegna náttúrulegrar veðrunar sandsteins og vegna neðanjarðarborga sem höggnar voru inn í þennan sama sandstein fyrir meira en 2000 árum.

Landslag í Kappadókíu.
Kort sem sýnir staðsetningu Kappadókíu.

Á tímum Heródótosar bjuggu Kappadókar á öllu svæðinu frá TárusfjöllumSvartahafi. Nafnið kemur fyrst fyrir seint á 6. öld f.Kr. sem heiti á landi innan Persaveldis. Fyrir tíð Xenófóns (f. um 430 f.Kr. var Kappadókíu um tíma skipt í tvö landstjórnarumdæmi (satrap). Annað þeirra hét sem fyrr Kappadókía en hinu var fyrst gefið nafnið „Kappadókía í átt til Pontus“ sem síðan var stytt í „Pontus“. Þessi þrengri merking orðsins Kappadókía hefur síðan verið notuð.

Á bronsöld var Kappadókía þekkt sem Hatti og var kjarninn í veldi Hittíta. Þrátt fyrir fall veldis Hittíta og útrásir Persa og Grikkja náði landið að mestu að halda sér undir stjórn innlendra höfðingja og var eins konar lénsveldi. Landið var að lokum gert að rómversku skattlandi á tímum Tíberíusar árið 17.

Tengill

breyta