Pontus
Pontus (gríska: Πόντος Pontos) er sögulegt heiti á stóru svæði við suðurströnd Svartahafs þar sem nú er Tyrkland. Grikkir stofnuðu þar nýlendu í fornöld og nefndu eftir hafinu, Πόντος Εύξεινος Pontos Evxeinos, „vinsamlega hafið“ eða einfaldlega Pontos. Nafnið var notað á svæði sem náði frá ánni Halys við austurmörk héraðsins Paflagóníu, að suðurmörkum Kolkis. Nokkur ríki og héruð sem voru stofnuð á hellenískum og rómverskum tíma báru þetta nafn.