Ráðuneyti Björns Þórðarsonar

(Endurbeint frá Kóka kóla stjórnin)

Ráðuneyti Björns Þórðarsonar jafnan nefnd Utanþingsstjórnin (stundum kölluð Coca Cola-stjórnin af andstæðingum sínum[1]) var íslensk ríkisstjórn sem sat frá 16. desember 1942 til 21. október 1944. Við skipun stjórnarinnar var brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu, þar sem enginn ráðherranna sem skipaðir voru átti sæti á Alþingi. Stjórnin var því eina utanþingsstjórnin í sögu Íslands. Viðurnefnið fékk stjórnin sökum þess að tveir ráðherrar stjórnarinnar, Björn og Vilhjálmur, voru hlutafar í Vífilfelli, sem fékk einkaleyfi til innflutnings á gosdrykknum Kóka kóla. Þá var Vilhjálmur Þór meðal forsvarsmanna Sambands íslenskra samvinnufélaga er fékk umboð til olíusölu sem varð grunnur starfsemi Olíufélagsins hf.

Björn Þórðarson árið 1942.

Ráðherrar

breyta
  • Björn Þórðarson, forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og kirkjumálaráðherra og (frá 19.04.1943) félagsmálaráðherra og (frá 21.09.1944) dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra.
  • Vilhjálmur Þór, utanríkisráðherra og atvinnumálaráðherra
  • Björn Ólafsson, fjármálaráðherra
  • Einar Arnórsson, (til 21.09.1944) dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra
  • Jóhann Sæmundsson, (frá 22.12.1942 til 19.04.1943) félagsmálaráðherra

Tilvísanir

breyta
  1. Sjá t.d. Þjóðviljann 1944 206. tbl. og Spegilinn 1943 12. tbl.
   Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.