Vilhjálmur Þór

Vilhjálmur Þór (f. á Æsustöðum í Eyjafirði 1. september 1899, d. 12. júlí 1972) var utanríkisráðherra Íslands 1942-44. Hann var forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) og bankastjóri Seðlabanka Íslands. Hann sat í stjórn Alþjóðabankans 1962-64.

Vilhjálmur var kaupfélagsstjóri KEA 1923-1939. Þá var Vilhjálmur skipaður ræðismaður Íslands í New York í Bandaríkjunum 23. apríl 1940 þegar aðalræðisskrifstofa Íslands var stofnuð þar.[1] Vilhjálmur varð bankastjóri Landsbanka Íslands 1. október 1940. Þá var hann utanríkisráðherra í utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar 1942-44. Að því loknu tók hann á ný við starfi bankastjóra Landsbankans og var þar til loka ársins 1945. Þá tók hann við starfi forstjóra SÍS en því starfi sinnti hann til ársins 1954 þegar hann í þriðja sinn tók við starfi bankastjóra Landsbankans. Hann fór úr Landsbankanum 1961 og gerðist þá bankastjóri í Seðlabanka Íslands. Þar var hann til 1964 þegar hann var kosinn í stjórn Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum. Vilhjálmur vann í fjögur ár fyrir Alþjóðabankann og ferðaðist víða um þróunarlönd.

TilvísanirBreyta

TenglarBreyta