Meinafræði (eða sjúkdómafræði) er undirgrein líffræðinnar og sérgrein innan læknisfræði sem fæst við rannsóknir á orsökum sjúkdóma og annarra kvilla. Þeir sem leggja stund á greinina kallast meinafræðingar.

Beinmergsstrok skoðað í smásjá, af stóru frumunni í miðjunni er hægt að greina að viðkomandi sé með ákveðna gerð af hvítblæði.
Meinalæknir skoðar vefjasýni í leit að krabbameini, skurðlæknir fylgist með.

Meinafræðin sem sérgrein innan læknisfræði tekur að öllu jöfnu 4-5 ár í sérfræðinámi erlendis. Réttarmeinafræðingar kryfja lík þar sem aðdragandi andláts er óljós, eða hefur borið að með voveiflegum hætti. Þeir vinna náið með rannsóknarlögreglu. Nám þeirra tekur eitt ár til viðbótar við sérfræðinámið.

Við sjúkdómsgreiningu leita meinafræðingar að stórum og smáum breytingum í útliti fruma og vefja og breytingum í efnasamsetningu blóðs.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Kumar; Abbas; Aster (2013). Robbins Basic Pathology. Elsevier.