Stefán Jónsson (1923-1990)

Stefán Jónsson (9. maí 192317. september 1990) var íslenskur rithöfundur, alþingismaður og útvarpsmaður.

Hann starfaði sem fréttamaður fyrir Ríkisútvarpið frá 1946 til 1965 og dagskrárgerðarmaður þar frá 1965 til 1973. Stefán var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið frá 1971 til 1974 og alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra 1974 til 1983. Hann er faðir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Verk Stefáns breyta

  • Krossfiskar og hrúðurkarlar (1961)
  • Mínir menn (1962)
  • Þér að segja (1963)
  • Jóhannes á Borg (1964)
  • Gaddaskata (1966)
  • Líklega verður róið í dag (1967)
  • Ljós í róunni (1968)
  • Roðskinna (1969)
  • Nú, Nú, - bókin sem aldrei var skrifuð (1970)
  • Með flugu í höfðinu (1971)
  • Að breyta fjalli (1987)

Tenglar breyta