Johnny English er bresk gamanmynd frá 2003 um seinheppna spæjarann Johnny English (Rowan Atkinson). Í myndinni verður Johnny English einn aðalspæjarinn í bresku leyniþjónustunni þegar allir í leyniþjónustunni deyja allir í sömu sprengingunni og hllutverk hans er að passa á að bresku krúnunni verður ekki stolið[1]. Kvikmyndin var frumsýnd 18. júlí 2003. Aðalleikarar eru Rowan Atkinson, Ben Miller, Tasha de Vasconcelos og John Malkovich. Höfundar handrits eru Neal Purvis, Robert Wade, Walliams Davies og Peter Howitt sem einnig er leikstjóri.[2] Framhaldskvikmyndin Johnny English Reborn kom síðan út árið 2011 og þriðja myndin Johnny English Strikes Again kom út árið 2018.

Merki myndarinnar.

Framleiðsla

breyta

Árið 2000 var tilkynnt að Rowan Atikinson myndi fara með aðalhlutverk í væntanlegri spæjaragrínkvikmynd. Í júlí 2002 hófust tökurnar og stóðu þær yfir í fjórtán vikur og fóru tökurnar að mestu leyti fram í London og fóru tveir dagar í það að taka upp lokasenu myndarinnar. Myndin var síðan frumsýnd 18. júlí 2003 í Bretlandi.

Tilvísanir

breyta
  1. Johnny English, sótt 12. september 2020
  2. Johnny English (2003) - IMDb, sótt 12. september 2020