John M. Dillon

(Endurbeint frá John Myles Dillon)

John Myles Dillon (fæddur 15. september 1939) er írskur fornfræðingur og heimspekingur sem gegndi stöðu Regius-prófessors í forngrísku við Trinity College í Dublin á Írlandii á árunum 1980 til 2006. Áður kenndi hann við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Hann var kjörinn félagi við Akademíuna í Aþenu þann 15. júní 2010. Dillon er sérfræðingur um sögu platonisma frá fornöld til endurreisnar og einnig um frumkristni.

Fræðastörf

breyta

Meðal frægustu fræðirita Dillons eru þýðing hans á Um launhelgar Egyptanna eftir Jamblikkos, bók hans um mið-platonistana og nýplatonisma auk þess sem hann ritstýrði þýðingu Stephens McKenna á Níundunum eftir Plótínos.

Dillon er meðlimur í Hinu alþjóðlega áhugamannafélagi um nýplatónsk fræði (International Society of NeoPlatonic Studies).[1]

Fyrsta skáldsaga hans, The Scent of Eucalyptus, kom út árið 2007.[2]

Helstu ritverk

breyta
  • The Scent of Eucalyptus (University Press of the South, 2007).
  • Salt and Olives: Morality and Custom in Ancient Greece (Edinburgh University Press, 2004).
  • Neoplatonic Philosophy: Introductory Readings (ásamt Lloyd Gerson) (Hackett, 2004).
  • The Heirs of Plato: A Study of the Old Academy, 347 - 247 B.C (Oxford University Press, 2003).
  • The Greek Sophists, þýðing (ásamt Taniu Gergel) með inngangi eftir John Dillon (Penguin, 2003).
  • Iamblichus, On the Mysteries, þýð. ásamt inngangi og skýringum (ásamt Emmu C. Clarke og Jackson P. Hershbell (SCM Press, 2003).
  • Iamblichus, De Anima, text, translation and commentary (ásamt John F. Finamore) (Brill, 2002).
  • The Great Tradition: Further Studies in the Development of Platonism and Christianity (Ashgate, 1997).
  • Alcinous, The Handbook of Platonism (Oxford University Press, 1995).
  • The Middle Platonists (Cornell University Press, 1977).

Tengt efni

breyta

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2011. Sótt 7. mars 2011.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. júlí 2011. Sótt 7. mars 2011.

Tenglar

breyta