Mið-platonisi (sem ekki má rugla saman við mið-Akademíuna) er það tímabil í sögu platonismans sem tók við af nýju Akademíunni og varði fram að tíma nýplatonismans.

Saga mið-platonismans hófst um 90 f.Kr. þegar Antíokkos frá Askalon hafnaði efahyggjunni sem einkenndi mið- og nýju Akademíuna. Platonisminn hafði þá þegar orðið fyrir áhrifum frá stóuspeki samtímis því sem efahyggjan mildaðist en varð nú einnig fyrir áhrifum frá aristótelískri heimspeki.

Í mið-platonisma voru frummyndirnar taldar innbyggðar í mannlega skynsemi og efnisheimurinn var talinn vera lifandi vera, gædd sál — heimssálinni. Plútarkos var mikilvægastur mið-platonistanna. Á þessum tíma hafði platonisminn áhrif á pýþagóríska heimspeki hjá Númeníosi frá Apameu) og gyðinglega heimspeki hjá Fíloni frá Alexandríu).

Heimildir og ítarefni

breyta
  • Dillon, John. The Middle Platonists (Ithaca: Cornell University Press, 1977).