Wuppertal
Wuppertal er borg í Þýskalandi við Wupper-ána í suðurhluta Ruhr-héraðs. Íbúar borgarinnar eru um 354 þúsund (2018). Hún myndaðist með samruna borganna Elberfeld og Barmen 1929. Í Wuppertal er elsta hangandi sporvagnakerfi heims. Hún er hluti af Rín-Ruhr-stórborgarsvæðinu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Wuppertal.
Þessi landafræðigrein sem tengist Þýskalandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.