Jeffrey Ross Gunter

Fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Jeffrey Ross Gunter er bandarískur viðskiptamaður, húðsjúkdómafræðingur og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.[1][2]

Jeffrey Ross Gunter
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
Í embætti
2. júlí 2019 – 20. janúar 2021
Persónulegar upplýsingar
Fæddur31. janúar 1961 (1961-01-31) (63 ára)
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
HáskóliKaliforníuháskóli í Berkeley
Kaliforníuháskóli í Suður-Kaliforníu
StarfHúðsjúkdómafræðingur, ríkiserindreki

Menntun

breyta

Gunter útskrifaðist með BA-gráðu í sálfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1983 og hlaut læknisgráðu frá Keck-læknaskólanum í Kaliforníuháskóla í Suður-Kaliforníu árið 1987.[3]

Starfsferill

breyta

Gunter er stofnandi Jeffrey Ross Gunter, MD, Inc., sem býður upp á læknaþjónustu fyrir húðsjúkdóma í vesturhluta Bandaríkjanna. Gunter var einnig prófessor í klínískri læknisfræði við Keck-læknaskólann í Kaliforníuháskóla í Suður-Kaliforníu.[3]

Gunter er meðlimur í framkvæmdastjórn Gyðingasambands Repúblikanaflokksins.[4]

Frá árinu 2004 hefur Gunter veitt ýmsum þing- og forsetaframboðum Repúblikanaflokksins rausnarlega fjárstyrki. Árið 2016 styrkti hann meðal annars fjáröflunarsjóð forsetaframboðs Donalds Trump um samtals 100.000 Bandaríkjadollara.[5]

Þann 23. maí árið 2019 útnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseti Gunter sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hafði þá verið sendiherralaust í eitt og hálft ár. Gunter afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands erindisbréf sitt þann 2. júlí 2019.[6][7] Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti útnefningu Gunters sem sendiherra þann 24. maí 2019.[8]

Þann 26. júlí árið 2020 bárust fréttir af því að Gunter hefði meðal annars beðið um leyfi til að bera skotvopn og klæðast vesti sem gæti varið hann fyrir hnífstunguárásum og óskað eftir brynvörðum bíl[9][10] þrátt fyrir að Ísland hafi verið metið öruggasta ríki heims af bandarísk-áströlsku Efnahags- og friðarstofnuninni síðustu 11 árin.[11]

Gunter lauk störfum sem sendiherra þann 20. janúar 2021, sama dag og Donald Trump lét af forsetaembætti.[12]

Tilvísanir

breyta
  1. „Jeffrey Ross Gunter (?–)“. Office of the Historian. Sótt 28. mars 2020.
  2. „Trump taps official at Republican Jewish Coalition as ambassador to Iceland“. The Washington Times (bandarísk enska). Sótt 20. maí 2020.
  3. 3,0 3,1 „Ambassador Jeffrey Ross Gunter“. US Embassy in Iceland. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 apríl 2020. Sótt 28. mars 2020.
  4. „Lancaster dermatologist appointed ambassador to Iceland“. The Antelope Valley Times. 22. ágúst 2018. Sótt 28. mars 2020.
  5. „Húðsjúkdómafræðingurinn Jeffrey Ross Gunter verður næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi“. Nútíminn. 22. ágúst 2018. Sótt 27. júlí 2020.
  6. „Ambassador Jeffrey Ross Gunter“. U.S. Embassy in Iceland (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 13. apríl 2020. Sótt 20. maí 2020.
  7. „Welcome, Ambassador Jeffrey Ross Gunter“. U.S. Embassy in Iceland (bandarísk enska). 5. júlí 2019. Sótt 20. maí 2020.
  8. „Gun­ter verður sendi­herra Banda­ríkj­anna“. mbl.is. 24. maí 2019. Sótt 25. september.
  9. „Tel­ur ör­yggi sínu ógnað á Íslandi“. mbl.is. 26. júlí 2020. Sótt 27. júlí 2020.
  10. Ruffini, Christina (26. júlí 2020). „Controversial U.S. Ambassador to Iceland wants firearm, security for Reykjavik post“. CBS News. Sótt 26. júlí 2020.
  11. Martin, Will (27. júní 2018). „The 31 safest countries in the world“. Business Insider. Sótt 26. júlí 2020.
  12. Eiður Þór Árnason (20. janúar 2021). „Um­deildur sendi­herra Banda­ríkjanna kveður og þakkar Trump“. Vísir. Sótt 21. janúar 2021.