Jeff Bezos
Jeffrey Preston Bezos (fæddur undir nafninu Jorgensen þann 12. janúar 1964) er bandarískur athafnamaður og margmilljarðamæringur sem er stofnandi netverslunar- og tæknifyrirtækisins Amazon. Bezos er einn af ríkustu mönnum í heimi og hefur nokkrum sinnum verið metinn sá allra ríkasti.[1][2][3][4]
Jeff Bezos | |
---|---|
Fæddur | 12. janúar 1964 |
Þjóðerni | Bandarískur |
Menntun | Princeton-háskóli |
Störf | Athafnamaður, fjárfestir |
Þekktur fyrir | Að stofna Amazon.com. |
Maki | MacKenzie Tuttle (g. 1993; skilin 2019) |
Börn | 4 |
Undirskrift | |
Bezos er menntaður hjá Princeton-háskóla í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði. Hann hóf feril sinn í viðskiptum sem starfsmaður hjá vogunarsjóðum á Wall Street. Bezos stofnaði netbókaverslunina Amazon árið 1994 í bílskúri í Seattle og varði bæði öllu sínu eigin fé í hana og fékk lán frá foreldrum sínum til að koma henni á fót.[1]
Frá árinu 2013 hefur Bezos verið eigandi bandaríska fréttablaðsins The Washington Post.[5] Bezos er jafnframt stofnandi og eigandi eldflaugafyrirtækisins Blue Origin, sem hann hefur heitið að beita bæði til vísindalegrar könnunar tunglsins og til stofnunar ferðamannaþjónustu út í geim.[6][7]
Bezos tilkynnti í febrúar 2021 að hann hygðist láta af störfum sem forstjóri Amazon en gerast stjórnarformaður fyrirtækisins á seinni hluta ársins.[8]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Davíð Roach Gunnarsson (1. ágúst 2017). „Amazon aldrei greitt út arð“. RÚV. Sótt 25. janúar 2020.
- ↑ Gunnar Dofri Ólafsson (27. júlí 2017). „Jeff Bezos er ríkasti maður heims“. RÚV. Sótt 25. janúar 2020.
- ↑ Sylvía Hall (7. janúar 2021). „Musk tekur fram úr Bezos“. Vísir. Sótt 8. janúar 2021.
- ↑ „Ekki ríkastur lengur eftir lækkun Tesla“. Viðskiptablaðið. 23. febrúar 2021. Sótt 24. febrúar 2021.
- ↑ Sveinn Birkir Björnsson (11. ágúst 2013). „Salan á Washington Post vekur áhuga í tæknigeiranum“. Morgunblaðið. Sótt 28. janúar 2020.
- ↑ „Geimtúrismi Blue Origin hefst 2018“. Viðskiptablaðið. 9. mars 2016. Sótt 28. janúar 2020.
- ↑ „Forstjóri Amazon stefnir á tunglið“. Viðskiptablaðið. 28. maí 2018. Sótt 28. janúar 2020.
- ↑ „Bezos hættir óvænt sem forstjóri Amazon“. Viðskiptablaðið. 2. febrúar 2021. Sótt 3. febrúar 2020.