Jeanine Áñez

Fyrrum forseti Bólivíu
(Endurbeint frá Jeanine Anez)

Jeanine Áñez Chávez (f. 13. ágúst 1967) er bólivísk stjórnmálakona sem gegndi embætti forseta Bólivíu frá 12. nóvember 2019 til 8. nóvember 2020. Hún tók við embætti forseta eftir að forveri hennar, Evo Morales, sagði af sér vegna þrýstings frá alþýðu og her landsins í tengslum við grun um kosningamisferli. Hún fór fyrir starfsstjórn fram að forsetakosningum sem haldnar voru í október 2020.

Jeanine Áñez
Jeanine Áñez árið 2019.
Forseti Bólivíu
(starfandi)
Í embætti
12. nóvember 2019 – 8. nóvember 2020
VaraforsetiEnginn
ForveriEvo Morales
EftirmaðurLuis Arce
Persónulegar upplýsingar
Fædd13. ágúst 1967 (1967-08-13) (57 ára)
Trinidad, Beni, Bólivíu
StjórnmálaflokkurMovimiento Demócrata Social
MakiHéctor Hernando Hincapié Carvajal
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Áñez er menntuð í lögfræði og lögvísindum. Hún hlaut lögmannsréttindi árið 1991.[1] Árið 2010 var hún kjörin á öldungadeild bólivíska þingsins fyrir bandalag hægrimanna og íhaldsmanna í stjórnarandstöðu gegn sósíalíska forsetanum Evo Morales. Árið 2019 var hún orðin annar varaforseti öldungadeildarinnar.[2]

Morales sagði af sér þann 10. nóvember 2020 eftir að bólivíski herinn þrýsti á hann að láta af embætti vegna gruns um kosningamisferli í forsetakosningum mánuðinn áður.[3] Bólivíska þingið var kallað saman til að taka á stöðunni en þar sem þingmenn Sósíalistahreyfingarinnar, flokks Morales, sniðgengu þingfundinn til að sýna forsetanum stuðning var Áñez kjörin forseti öldungadeildarinnar á honum. Varaforseti landsins, Álvaro García, hafði einnig sagt af sér og því var Áñez sem forseti öldungadeildarinnar næst í tignarröðinni að forsetaembættinu. Áñez lýsti sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða þann 12. nóvember og stjórnlagadómstóll landsins féllst á skipan hennar í embættið.[4][5]

Ætlun Áñez var að gegna forsetaembættinu til bráðabirgða þar til forsetakosningarnar yrðu endurteknar. Í fyrstu útilokaði Áñez að hún yrði sjálf í framboði til forseta í kosningunum[6] en þann 21. janúar 2020 gekk hún á bak orða sinna og tilkynnti framboð sitt til forseta.[7] Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram þann 3. maí 2020 en þeim var frestað til 19. október vegna kórónaveirufaraldursins.[8] Áñez dró forsetaframboð sitt til baka þann 18. september, að eigin sögn til að kljúfa ekki atkvæðahóp hægrimanna í kosningunum.[9] Þrátt fyrir það vann Luis Arce, frambjóðandi Sósíalistahreyfingarinnar, öruggan sigur á kjördag.[10] Áñez viðurkenndi sigur Arce á Twitter-síðu sinni stuttu síðar og hvatti hann til að stýra landinu með Bólivíu og lýðræði í huga.[11]

Í mars 2021 gáfu bólivískir saksóknarar út handtökuskipan á hendur Áñez og sökuðu hana um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn stjórn Morales.[12] Þann 11. júní næsta ár var Áñez dæmd í tíu ára fangelsi fyrir meint valdarán sitt gegn Morales.[13]

Tilvísanir

breyta
  1. „Bolivia: quién es Jeanine Añez Chávez, la mujer que puede quedar al mando de la transición“. El Cronista. 11. nóvember 2019. Sótt 16. mars 2020.
  2. „Jeanine Áñez Chávez“. Cámara de Senadores (spænska). 16. október 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2019. Sótt 16. mars 2020.
  3. „Forseti Bólivíu segir af sér“. mbl.is. 10. nóvember 2019. Sótt 16. mars 2020.
  4. Kristján Róbert Kristjánsson (13. nóvember 2019). „Jeanine Anez lýsti sig forseta Bólivíu“. Vísir. Sótt 16. mars 2020.
  5. Fanndís Birna Logadóttir (13. nóvember 2019). „Lýsti því yfir að hún væri tímabundinn forseti Bólivíu“. Fréttablaðið. Sótt 16. mars 2020.
  6. „Jeanine Áñez no postulará a la Presidencia de Bolivia, según el Gobierno interino“ (spænska). Radio Programas del Perú. 5. desember 2019. Sótt 16. mars 2020.
  7. „Jeanine Áñez confirma candidatura presidencial para las elecciones generales“ (spænska). ATBDigital. 24. janúar 2020. Sótt 16. mars 2020.
  8. Andri Eysteinsson (21. mars 2020). „Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví“. Vísir. Sótt 12. maí 2020.
  9. „Bolivia's interim leader Jeanine Áñez quits presidential race“ (enska). BBC News. 18. september 2020. Sótt 19. september 2020.
  10. Ævar Örn Jósepsson (19. október 2020). „Frambjóðandi Sósíalista kosinn forseti Bólivíu“. RÚV. Sótt 21. október 2020.
  11. @jeanineanez (19. október 2020). „Aún no tenemos cómputo oficial, pero por los datos con los que contamos, el Sr. Arce y el Sr. Choquehuanca han ganado la elección. Felicito a los ganadores y les pido gobernar pensando en Bolivia y en la democracia“ (X) (spænska) – gegnum X.
  12. Kjartan Kjartansson (13. mars 2021). „Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta“. Vísir. Sótt 13. mars 2021.
  13. Ævar Örn Jósepsson (11. júní 2022). „Dæmd í 10 ára fangelsi fyrir meint valdarán“. RÚV. Sótt 11. júní 2022.


Fyrirrennari:
Evo Morales
Forseti Bólivíu
(starfandi)
(12. nóvember 20198. nóvember 2020)
Eftirmaður:
Luis Arce