Jarðskjálftar á Íslandi

yfirlit yfir jarðskjálfta á Íslandi

Jarðskjálftar á Íslandi verða á brotabelti á flekaskilum. Tvö slík belti eru á landinu: Á Suðurlandi, frá Ölfusi til Landssveitar og á Norðurlandi, kennt við Tjörnes. Einnig jarðskjálftasvæði á Reykjanesskaga. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru um 7 að stærð og geta valdið töluverðu tjóni. Þeir eru nokkuð tíðir undir brotabeltunum og undir megineldstöðvum.

Í sögulegu samhengi hefur orðið manntjón, en það hefur breyst með betri byggingu húsa skv. stöðlum sem eiga að standast skjálfta sem væntanlegir eru á Íslandi.

Listi yfir stóra skjálfta breyta

Skjálftar 5 og yfir að stærð:

Ár Staður Styrkur Jarðskjálftakvarðar MMI Áhrif
2023 4,6 km NNA af Grindavík, 10. nóvember 5,0 VIII Jarðskjálftahrina við Grindavík: Stór sprunga fór í gegnum bæinn og varð jarðsig. Talsverðar skemmdir voru á húsum og innviðum. Rafstrengur slitnaði og olli rafmagnsleysi í austurhluta bæjarins. Aðrar lagnir rofnuðu. Íbúar voru rýmdir úr bænum vegna mögulegs eldgoss en kvikugangur var talinn vera undir bænum. [1]

Í kjölfarið eða þann 18. desember 2023 hófst nokkuð kröftugt eldgos við sundhnúksgíga. Þar opnaðist 4 kílómetra löng sprunga um það bil 2,5 kílómetra norðan við Grindavík.

2022 3,3 km NA af Grindavík, 31. júlí 5,5 VII Við Grindavík: Lausamunir í hillum féllu, stórgrýti losnaði úr björgum [2]

[3]. Þremur dögum síðar hófst eldgos við Meradali.

2021 3,3 km SSV af Keili, 24. febrúar[4] 5,8 VIII Í kjölfarið fylgdi skjálftahrina næstu vikur með tugi skjálfta yfir 4.0. Hlutir féllu úr hillum víðs vegar, grjóthrun, starfsmenn í fiskvinnslu í Grindavík hættu vinnu, bankastarfsmaður fékk loftplötu í höfuðið. Svokallaður óróapúls mældist sem benti til þess að kvika væri að brjóta sér leið upp jarðskorpuna, og í kjölfarið hófst gos 19. mars.
2020 Vestan við Kleifarvatn, 20. október 5,6 VII Skriða og lítið almennt eignartjón[5]
2020 Milli Siglufjarðar og Grímseyjar. 21. júní. 5,8 VII Skriður og grjóthrun í fjöllum[6]
2014 Bárðarbunga í lok ágúst 5,7 VII Skjálfti sem tengdist umbrotum í Holuhrauni, þegar kvikuinnskot tróð sér þangað. [7]
2008 Suðurland, 29. maí 6,3 á Mw[8] VIII Ekkert mannfall varð, en nokkrar sauðkindur urðu undir byggingum og fórust. Sjá grein: Suðurlandsskjálftinn 29. maí 2008
2000 Suðurland, 21. júní 6,6 á Ms[9] IX
2000 Suðurland, 17. júní 6,6 á Ms[9] VIII
1987 Vatnafjöllum, Suðurland, 26. maí 5,8 VIII Grjóthrun, vörur féllu úr hillum.

[10]

1976 Öxarfjörður, 13. janúar 6,2 IX Kópaskersskjálftinn

Mikið tjón á mannvirkjum; hús sprungu illa, vatns- og skólpleiðslur rofnuðu, bryggjan skemmdist mikið og dæmi um að hús færðust til um 9 sentimetra. Fólk þurfti að yfirgefa bæinn við illan leik í miklum snjóstormi.

1968 Brennisteinsfjöll, Reykjanesi, 5. desember 6,0 VIII Minniháttartjón í Hafnarfirði en þó fór rafmagn þar af, fannst hann á öllu SV horninu.
1963 Mynni Skagafjarðar, 27. mars 7,0 VII Ekkert tjón, upptökinn langt út á hafi en fannst hann þó um nær allt norðurland.
1935 Hellisheiði um 6,0
1934 Út frá Dalvík, 2. júní 6,3 VIII Grein: Dalvíkurskjálftinn
1933 Nálægt Keili á Reykjanesi, 10. júní tæplega 6,0 VIII Mælingar erlendis gáfu stærð skjálftans tæplega 6 stig.
1929 Nálægt Brennisteinsfjöllum, 23. júní 6,3 VIII Stærsti skjálfti sem vitað er að hafi orðið á Reykjanesskaga. „olli umtalsverðu tjóni í Reykjavík og nágrenni“[11]
1912 Suðurland 7,0 á Ms[9] IX Fjellu nokkrir bæir og sprakk jörðin við Selsund, létust þrír.
1910 Norðurland 7,0 VIII
1896 Suðurland, frá Landsveit og í Ölfus 7,0, 6,7, 6,0, 6,5 og 6,0 VIII-X Samtal fimm öflugir skjálftar milli 26. ágúst til 5. september. U.þ.b. 3000 hús eyðilögðust eða skemmdust mikið. Fjórir létust í hrinunni.
1879 Reykjanesskaga, í lok maímánaðar ? „sterk baðstofa á Vigdísarvöllum féll .. Um sama leyti hófst eldgos á mararbotni fyrir utan Reykjanes nærri Geirfuglaskeri.“[11]
1872 Milli Flateyjar, Skjálfanda og Húsavíkur 6,0+ IX
1838 Norðurland og Suðurland, 12. júní ? 12. júní - Harðir jarðskjálftar bæði fyrir norðan land og sunnan. Kirkjan á Knappsstöðum í Stíflu stórskemmdist. Bjarghrun í Grímsey og Málmey og einn maður beið bana. Hús skemmdust í Árnessýslu, einkum á Eyrarbakka, og nokkrir menn meiddust.
1784 Skeiðum, Suðurlandi, 14.–16 ágúst 7,1 (stærri skjálftinn af tveimur metinn af þeirri stærð) XI
1755 Flatey, Skjálfanda 7,0–7,1 X Í Grímsey hrundi úr björgum.
1734 Suðurlandi, Flói, Grímsnes, Ölfus ? Hrundu þá að mestu 30 bæir, en 60–70 löskuðust. Sjá grein: Suðurlandsskjálftinn 1734
1151 ? ? „húsrið og mannsdauði“[11]

Tenglar og heimildir breyta

Tilvísanir breyta

  1. Sá stærsti 5 að stærð. Vísir, Sótt 15. nóvember 2023.
  2. Skjálftinn í gær það versta sem ég hef upplifað. Rúv, Sótt 2. ágúst 2022.
  3. Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum... Vísir, sótt 3/8 2022
  4. Skjálfta­hrina á Reykja­nesskaga. mbl.is. Sótt 24. febrúar 2021.
  5. Skjálfti að stærð 5,6. Rúv. Sótt 20. október 2020.
  6. Jarðskjálftinn reyndist 5,8. Rúv, Sótt 23. júní 2020.
  7. Hátt í 15.000 skjálftar á fjórum mánuðum Rúv, skoðað 7. mars 2021
  8. „Tjónamat vegna jarðskjálfta á Suðurlandi“. www.verkis.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2020. Sótt 18. mars 2019.
  9. 9,0 9,1 9,2 „Jarðskjálftarnir miklu á Suðurlandi 17. og 21. júní, 2000“. hraun.vedur.is. Sótt 18. mars 2019.
  10. Jarðskjálfti í Vatnafjöllum Tímarit.is 26/5 1987. Morgunblaðið
  11. 11,0 11,1 11,2 „Sögulegt yfirlit um jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga | Jarðvísindastofnun - Institute of Earth Sciences“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. febrúar 2021. Sótt 25. febrúar 2021.