Núningskraftur

(Endurbeint frá Núningur)

Núningskraftur eða núningur er kraftur sem spornar gegn hreyfingu. Vinna núningskrafts myndar varma og veldur því að hlutur á ferð stöðvast að lokum. Núningsstuðull er hlutfall núningskrafts og þverkrafts.

Flokkast í eftirfarandi:

  • Stöðunúningur: Stærð núningskrafts hlutar, rétt áður en hann skríður af stað.
  • Renninúningur: Þegar tveir fastir hlutir renna hvor yfir annan, háður massa og áferð (hrýfi).
  • Veltinúningur: Hlutur veltir eftir fleti, án þess að renna á honum.
  • Straummótsstaða: Mótstaða hluta við streymi kvikefnis, t.d. loftmótstaða bíls og straummótstaða í pípu.

Sjá einnig

breyta
   Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.