Jakt er heiti á ýmsum gerðum af litlum seglskipum sem voru notuð í Norður-Evrópu frá miðöldum og fram á 19. öld. Nafnið er fengið úr hollensku, jachtschip og var heiti á litlum herskipum sem eltu uppi sjóræningja í grunnum víkum og flóum. Í Eystrasalti var þetta heiti notað yfir léttar skútur með gaffalsegl og gaffaltopp og bugspjót. Í Noregi var jakt eða jekt heiti á heimasmíðuðum súðbyrtum bátum með laust þilfar og rásegl sem notaðir voru til að flytja skreið alls staðar að úr Noregi á fiskmarkaðinn í Björgvin.

Norsk jakt full af skreið.

Fyrsta þilskipið sem keypt var til Reykjavíkur (árið 1866) var lítil einmastra jakt sem hét Fanny.

Nú til dags er sama orð í ýmsum málum notað yfir það sem á íslensku heitir lystisnekkja.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.