Bugspjót (útleggjari eða spruð) er (tré)stöng fram úr stafni (segl)skips sem fremsti hluti reiðans (m.a. klýfir) er festur á. Brandauki er viðauki bugspjóts. Vaturstagur nefnist stag neðan á bugspjóti. Undir bugspjóti seglbáts var á fyrri öldum oft komið fyrir stafnlíkani.