Jaegwon Kim (fæddur 12. september 1934 í Daegu í Kóreu, nú Suður-Kóreu; d. 27. november 2019) var bandarískur heimspekingur sem fæst einkum við frumspeki, hugspeki og athafnafræði, þekkingarfræði og vísindaheimspeki, og er aðallega þekktur fyrir verk sín um takmarkanir efnishyggjukenninga. Kim er William Herbert Perry Faunce prófessor í heimspeki við Brown University

Jaegwon Kim
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. september 1934(1934-09-12)
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverkPhysicalism: Or Something Near Enough; Philosophy of Mind; Mental Causation; Mind in a Physical World: An Essay on the Mind-Body Problem and Mental Causation
Helstu kenningarPhysicalism: Or Something Near Enough; Philosophy of Mind; Mental Causation; Mind in a Physical World: An Essay on the Mind-Body Problem and Mental Causation
Helstu viðfangsefniFrumspeki, hugspeki, þekkingarfræði, vísindaheimspeki, athafnafræði

Kim lauk A.B.-gráðu frá Dartmouth College og Ph.D.-gráðu frá Princeton University. Hann hefur kennt heimspeki við Swarthmore College, Cornell University, Johns Hopkins University og University of Michigan í Ann Arbor. Síðan árið 1987 hefur hann gegnt stöðu William Herbert Perry Faunce prófessors í heimspeki við Brown University.

Kim var forseti American Philosophical Association (Central Division) árið 1988-89. Hann hefur verið félagi í American Academy of Arts and Sciences síðan 1991 og í ritstjórn heimspekitímaritsins Noûs síðan 2000.

Helstu rit

breyta
  • Kim, Jaegwon, Physicalism: Or Something Near Enough (Princeton: Princeton University Press, 2005). ISBN 0-691-11375-0
  • Kim, Jaegwon, Mind in a Physical World: An Essay on the Mind-Body Problem and Mental Causation (Cambridge, Mass.: MIT Press, 2000). ISBN 0-262-61153-8
  • Kim, Jaegwon, Mental Causation (Bradford, 2000).
  • Kim, Jaegwon, Philosophy of Mind (Westview, 1996/2005). ISBN 0-8133-4269-4
  • Kim, Jaegwon (ritstj.), A Companion to Metaphysics (Oxford: Blackwell Publishers, 1996). ISBN 0-631-19999-3

Tengt efni

breyta

Heimild

breyta

Tengill

breyta