Jón Markússon (d. 1534) var íslenskur prestur sem var á Steinsvaði í Hróarstungu frá því fyrir eða um 1504 fram undir 1522 en fluttist þá í Vallanes á Völlum. Árið 1530 varð hann príor í Skriðuklaustri eftir að Þorvarður Helgason lét af embætti og gegndi þeirri stöðu til dauðadags.

Ætt Jóns er óviss en hann hefur verið sagður af Skógaætt undir Eyjafjöllum. Hann hefur líklega verið orðinn aldraður þegar hann varð príor og ferill hans varð ekki langur. Eftirmaður hans var Brandur Hrafnsson, síðasti príorinn á Skriðuklaustri.

Heimildir breyta

  • „„Skriðuklaustur". Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.
  • „„Skriðuklaustur". Sunnudagsblað Tímans, 20. ágúst 1967“.