Jón Gunnar Bernburg

Jón Gunnar Bernburg, fæddur árið 1973, er íslenskur félagsfræðingur. Hann lauk BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og er einnig með doktorspróf í sömu grein frá State University of New York í Albany sem hann lauk árið 2002.

Ævi og starf breyta

Jón Gunnar hefur unnið við Háskóla Íslands allt frá árinu 2005 og er nú prófessor í félagsfræði við Félagsvísindasviðið þar. Eftir útskrift vann Jón að rannsóknum á samfélagslegum kenningum er varða glæpi og félagsleg frávik. Á seinni árum hefur hann einbeitt sér að kreppunni sem skall á Ísland árið 2008 og skoðað einstaklings-, félagslega- og fjárhagslegaþróun. Jón Gunnar er virtur félagsfræðingur sem var frá árunum 2003-2005 handhafi rannsóknarstöðustyrks Rannís og hafa niðurstöður rannsókna hans birst í hátt virtum tímaritum líkt og Sociology, Criminology og Journal of Research Crime and Delinquency.

Jón Gunnar fékk hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2013 og var fyrsti félagsvísindamaðurinn til að hljóta þessi verðlaun. Hann hefur látið til sín taka á breiðu sviði innan félagsfræðinnar og má þar helst nefna rannsóknir hans á félagslegum frávikum, afbrotafræði, skipulagsheildum og aðferðarfræði. Þá hefur hann einnig verið leiðandi í rannsóknum á gerð nærsamfélags Íslendinga og áhrifum þess á börn og unglinga.[1]

Rannsóknir breyta

Ásamt því að greinar hafa víðast birst eftir hann hefur hann einnig gefið út bók.[2] Bókina Economic Crisis and Mass Protest: The Pots and Pans Revolution in Iceland gaf Jón Gunnar út árið 2016 og fjallar hún um kreppuna og búsáhaldabyltinguna sem áttu sér stað árið 2009. Í bókinni kafar hann í þær félagslegu orsakir og áhrif sem þessir atburðir höfðu í för með sér. Það er sjaldgæft í eins auðugu og lýðræðislegu ríki sem Ísland er að mótmæli af þessari stærðargráðu brjótist út, en um 25% þjóðarinnar tóku þátt í þeim og stóðu mótmælin þangað til að sitjandi ríkisstjórn sagði af sér. [3]


Tilvísanir breyta

  1. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/12/05/jon_gunnar_faer_hvatningarverdlaun/
  2. https://ugla.hi.is/pub/hi/simaskra/cv/c90596d5537a.pdf[óvirkur tengill]
  3. https://www.researchgate.net/publication/299485242_Economic_Crisis_and_Mass_Protest_The_Pots_and_Pans_Revolution_in_Iceland