Grýla

tröllkona og ein íslensku jólavættanna

Grýla er upphaflega tröllkona, en er síðan með tíð og tíma talin til íslenskra jólavætta. Í þulum Snorra-Eddu er hún sögð tröllkona, en er síðan ekki bendluð sérstaklega við jólin fyrr en í kvæði frá 17. öld. Grýla er í íslenskum sögnum talin móðir íslensku jólasveinanna og Leppalúði að öllum líkindum faðir þeirra, en Grýla var ekki við eina fjölina felld því áður en hún kynntist Lúða átti hún vingott við Bola og Gust og átti með þeim fjölda tröllabarna. Þá er til urmull af Grýlukvæðum. Þau elstu eru talin vera frá 13. öld.

Grýla úr Vísnabókinni. Teikning eftir Halldór Pétursson
Grýla úr hinni geysivinsælu Vísnabók sem kom fyrst út árið 1946. Teikning eftir Halldór Pétursson
Grýla reið með garði,
gekk með henni Varði.
Hófar voru á henni,
hékk henni toppur úr enni.
Dró hún belg með læri,
börn trúi ég þar í væri.
Valka litla kom þar að
og klippti á gat með skæri.
— erindi í Grýlukvæði (þjóðkvæði)


Úr Snorra-Eddu

breyta

Í viðauka Snorra-Eddu eru nafnaþulur, og þar kemur orðið Grýla fyrst fyrir. Í erindi 12 segir:

Skal ek trollkvenna
telja heiti:
Gríðr ok Gnissa,
Grýla, Brýja,
Glumra, Geitla,
Gríma ok Bakrauf,
Guma Gestilja,
Grottintanna.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta