Hlín Agnarsdóttir
Hlín Agnarsdóttir (f. 23. nóvember 1953 í Reykjavík) er íslenskur sviðslistafræðingur, leikstjóri, leikskáld, leiklistargagnrýnandi, háskólakennari og rithöfundur.
Hlín er menntuð í leiklistar- og bókmenntafræðum, nam sviðlistafræði, leiklist og leikstjórn í Stokkhólmi, Uppsölum og London og lauk MA prófi í almennri bókmenntafræði við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2011.
Hlín hefur starfað sem listrænn ráðgjafi, leikstjóri og dramatúrg bæði í atvinnu- og áhugaleikhúsum um árabil, auk þess sem hún hefur verið leiklistargagnrýnandi á DV og í Kastljósi hjá RÚV. Hún hefur skrifað leikrit á við Konur skelfa og Gallerí Njála sem sett voru upp í Borgarleikhúsinu.
Hlín hefur kennt ritlist og ritfærni á B.A. og M.A. stigi við Háskóla Íslands og unnið með ritlistarnemum í grunnnámi og framhaldsnámi að ýmiss konar ritlistarverkefnum, m.a. að leikritum, sem flutt voru í Útvarpsleikhúsinu. Einnig hefur hún kennt á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og við Kvikmyndaskóla Íslands og ýmis námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands.
Hlín hefur skrifað þrjár skáldsögur og eina bók sjálfsævisögulegs efnis, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.
Bækur
breyta- 2001 Hátt uppi við Norðurbrún, skáldsaga gefin út af Sölku.[1]
- 2003 Að láta lífið rætast, sjálfsævisöguleg bók gefin út af Sölku, tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.[2]
- 2009 Blómin frá Maó, skáldsaga gefin út af Ormstungu.[3]
- 2020 Hilduleikur, skáldsaga gefin út af Ormstungu.[4][5][6]
Sviðslistaverk
breyta- 1984 Láttu ekki deigan síga, Guðmundur (ásamt Eddu Björgvinsdóttur), leikrit sýnt í Stúdentaleikhúsinu.[7][8][9][10][11][12]
- 1984 Áramótaskaup (ásamt Eddu Björgvinsdóttur, Guðnýju Halldórsdóttur og Kristínu Pálsdóttur).[13]
- 1987 In the Warehouse, leikgerð upp úr smásögu Joyce Carol Oates, sviðsverk sýnt í London.
- 1989 Karlar óskast í kór, einleikur fyrir Menningar- og fræðslusamband alþýðu, sýnt á vinnustöðum í Reykjavík og nágrenni.
- 1990 Besti vinur þjóðarinnar, handrit og leikstjórn 60 ára afmælissýningar Ríkisútvarpsins. Sýnt á RÚV og sviðsett á Stóra sviði Borgarleikhússins.
- 1991 Bruni, útvarpsleikrit byggt á smásögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar.
- 1992 Hræðileg hamingja (En Fruktansvärd Lycka) eftir Lars Norén, þýðing úr sænsku fyrir Alþýðuleikhúsið.
- 1994 Líflínan, útvarpsleikrit.
- 1994 Alheimsferðir, Erna, Listasumar á Akureyri. Vann til fyrstu verðlauna í leikritasamkeppni á vegum Landlæknisembættisins um alnæmi.
- 1996 Konur skelfa, leikrit, sett upp í Borgarleikhúsi.[14]
- 1996 Eins konar sinnaskipti, ósýnt leikrit.
- 1997 Gallerí Njála, sett upp í Borgarleikhúsi.[15][16][17][18][19][20]
- 1997 Aðeins einn, þriggja þátta sjónvarpsleikrit sýnt á RÚV.[21][22][23]
- 1998 Svannasöngur, þriggja þátta sjónvarpsleikrit sýnt í Sunnudagsleikhúsi RÚV.[24]
- 2000 Ástkonur Picassos, leikgerð upp úr leikriti Brians McAvera fyrir Þjóðleikhúsið.[25][26][27][28][29]
- 2001 Laufin í Skuggadal (Löven i Vallombrosa) eftir Lars Norén, þýðing úr sænsku fyrir Þjóðleikhúsið.
- 2004 Faðir vor, sett upp af Sokkabandinu í Iðnó.
- 2007 Fundarherbergið, leikrit sýnt hjá Stúdentaleikhúsi.
- 2007 Oníuppúr, ósýnt leikrit.
- 2010 Hallveig ehf, einleikur sýndur í Reykholtskirkju.
- 2012 Perfect, leikrit fyrir ungt fólk sýnt á vegum Þjóðleiks.
- 2012 Gestaboð Hallgerðar, leikrit sýnt á Sögusetrinu Hvolsvelli.[30][31][32]
- 2016 Flóttamenn, leikrit, leiklesið á ensku í New York.
Tilvísanir
breyta- ↑ „2001 Rambað á brúninni, Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið“.
- ↑ „2003 Bakkus er harður húsbóndi, Katrín Fjeldsted, Morgunblaðið“.
- ↑ 2009 Egill Helgason ræðir við Hlín um Blómin frá Maó, Kiljan, RÚV
- ↑ „2020 Tómas Ævar Ólafsson ræðir við Hlín um Hilduleik“.
- ↑ „2020 Sigmundur Ernir Rúnarsson ræðir við Hlín um Hilduleik, Hringbraut-Fréttablaðið sjónvarp“.
- ↑ 2020 „Gamansöm dystópía um kapítalismann og ellina“. Stundin. Sótt 30. janúar 2021.
- ↑ „1984 Þú getur kallað það karlfyrirlitningu ef þú vilt, Guðjón Friðriksson, Þjóðviljinn“.
- ↑ „1984 Af reynsluheimi Guðmundar, Gunnar Stefánsson, NT“.
- ↑ „1984 Gangan langa og gamanmálin, Árni Bergmann, Þjóðviljinn“.
- ↑ „1984 '68-hlátur, Gunnlaugur Ástgeirsson, Helgarpósturinn“.
- ↑ „1987 Frábær skemmtun í Freyvangi, HS, Dagur“.
- ↑ „1987 Stórgóð skemmtun í Freyvangi, Rósa Eggertsdóttir, Dagur“.
- ↑ „1984 Áramótaskaup, Ríkisútvarpið“.
- ↑ „1996 Konur skelfa, handrit á vefsíðu (skruna niður)“.
- ↑ „1997 Þau elska Njálu, Vera“.
- ↑ „1997 Njála á svið Borgarleikhússins, Morgunblaðið“.
- ↑ „1997 Ástarsaga undir áhrifum Njáls sögu, DV“.
- ↑ „1997 Konur stjórna – karlar þjást, Auður Eydal, DV“.
- ↑ „1997 Innsýn í hugarheim rútubílstjóra, Sveinn Haraldsson, Morgunblaðið“.
- ↑ „1997 Rútubílstjórinn les Njálu, Gunnar Stefánsson, Dagur“.
- ↑ „1997 Aðeins einn, fyrsti þáttur“.
- ↑ „1997 Aðeins einn, annar þáttur“.
- ↑ „1997 Aðeins einn, þriðji þáttur“.
- ↑ „19978 Leiksoppar skíthæla, Hávar Sigurjónsson, I. Þáttur, Morgunblaðið“.
- ↑ „2000 Konur ofvirka meistarans, DV“.
- ↑ „2000 Konur um ástkonur, DV“.
- ↑ „2000 Að girnast girnd karlmannsins, Súsanna Svavarsdóttir, Morgunblaðið“.
- ↑ „2000 Málari og manntarfur, Gunnar Stefánsson, Dagur“.
- ↑ „2000 Konurnar að baki meistaranum, Sveinn Haraldsson, Morgunblaðið“.
- ↑ „2012 Tilvalið fyrir Eyjafólk að droppa við, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Fréttir – Eyjafréttir“.
- ↑ „2012 Hallgerður lifnar við í Njálusetrinu, Elísabet Brekkan, Fréttablaðið“.
- ↑ „2013 Gestaboð Hallgerðar aftur á sviði í Sögusetrinu á Hvolsvelli, DV“.