Ingólfur Þórarinsson

íslenskur tónlistamaður
(Endurbeint frá Ingólfur þórarinsson)

Ingólfur Þórarinsson (fæddur 31. maí 1986), almennt þekktur sem Ingó Veðurguð er íslenskur tónlistarmaður og fyrrverandi knattspyrnumaður. Hann var í hljómsveitinni Ingó og Veðurguðirnir sem átti smellina „Bahama“ og „Gestalistinn“.[1][2]

Ingó Veðurguð
Ingó að spila með Veðurguðunum árið 2011
Fæddur
Ingólfur Þórarinsson

31. maí 1986 (1986-05-31) (38 ára)
Önnur nöfnIngó Veðurguð
Störf
  • Tónlistarmaður
  • knattspyrnumaður
Tónlistarferill
Ár virkur2008-núna
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
Útgefandi
  • Sena
  • Samyrkjubúið sf.
Áður meðlimur íIngó og Veðurguðirnir

Árið 2021 var hann sakaður um óviðeigandi hegðun gagnvart unglingsstúlkum.[3][4][5][6]

Fótboltaferill

breyta

Ingólfur hóf fótboltaferil sinn í heimabæ sínum, Selfossi, áður en hann fór að spila fyrir Örgryte IS í Svíþjóð í september 2003. Það gekk ekki upp í Svíþjóð og hann kom aftur til selfoss í mars 2004.

Í febrúar 2005 samdi Ingólfur við Fram eftir að hafa vakið áhuga félaga eins og Fylkis, ÍBV og Vals.[7] Ingólfur lék aðeins 8 leiki fyrir Fram og samdi aftur við Selfoss í janúar 2007.[8] Ingólfur var í liði Selfoss sem komst upp í úrvalsdeild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins árið 2009.[9]

Í janúar 2011 samdi Ingólfur við Víking en tókst aðeins að spila 2 leiki þar áður en hann samdi aftur við Selfoss í ágúst síðar sama ár.[10][11]

Í október 2013 var Ingólfur ráðinn leikstjórnandi hjá Hamri í Hveragerði fyrir tímabilið 2014 og lék þá í 3. deild karla eftir fall úr 2. deild karla árið 2013.[12] Hamar náði aðeins að vinna 2 leiki og féll niður í 2. deild karla. 4. deild karla.

Ingólfur lék 4 leiki fyrir U16-landslið karla í fótbolta, 2 leiki fyrir U17 og 3 leiki fyrir U19.

Tónlistarferill

breyta

Ingólfur keppti í þriðju þáttaröð af Idol stjörnuleit árið 2005 og endaði í 6. sæti. Á þessum tíma lék hann með Fram og þáttakan í sjónvarpsþáttunum var ein ástæða þess að honum tókst aðeins að spila 8 leiki fyrir Fram.

Ingó og Veðurguðirnir

breyta

Árið 2008 stofnaði Ingólfur hljómsveit sem hét Ingó og Veðurguðirnir. Hljómsveitin er þekktust fyrir lagið „Bahama“.[13] Lagið komst í efsta sæti vinsældarlistans og var þar í 9 vikur í röð árið 2008. Annað vinsælt lag frá hljómsveitinni er lagið „Gestalistinn“ og var 9 vikur á toppi vinsældarlistans.[14]

Sólóferill

breyta

Ingólfur tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2009 með laginu „Undir regnbogann“. Hann komst í úrslit en endaði í öðru sæti á eftir Jóhönnu Guðrúnu sem söng lagið „Is It True?“. Ingólfur lék Buddy Holly í samnefndum söngleik í Austurbæ sem var frumsýndur í október 2010 og söng inn á plötu söngleiksins.[15] Árið 2011 gaf Ingólfur út sína fyrstu sólóplötu sem heitir Ingó sem inniheldur lagið „Argentína“ sem aukalag. Síðan þá hefur Ingólfur gefið út fleiri lög eins og „Sumargleðin“, „Í kvöld er gigg“, „Takk fyrir mig“ og „Gírinn“.

Einkalíf

breyta

Bróðir Ingólfs er íslenski knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson sem leikur með Ney Work City í MLS, bandarísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Guðmundur gefur einnig út tónlist undir listamannanafninu Gummi Tóta.

Ásakanir

breyta

Frá árinu 2013 hafði Ingólfur stýrt brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og átti að snúa aftur árið 2021. Eftir bylgju ásakanna um óviðeigandi hegðun, kynferðislega áreitni og ofbeldi, þá einkum gagnvart unglingsstúlkum undir lögaldri tilkynnti skipulagsnefnd hátíðarinnar hann myndi ekki koma fram á hátíðinni.[3][4][5][6]

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, hefur síðan þá stýrt brekkusöngnum á Þjóðhátíð.[16] Í júní 2023 var tilkynnt að Ingólfur myndi koma fram á Goslokahátíð Vestmannaeyja, en þó ekki á Þjóðhátíð.[17]

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
  • Góðar stundir (2009) (ásamt Veðurguðunum)
  • Buddy Holly söngleikurinn (2010)
  • Ingó (2011)

Smáskífur

breyta
  • „Drífa“ (2008) (ásamt Veðurguðunum)
  • „Jólakrakkar“ (2009)
  • „Fanney“ (2011)
  • „Ertu ástfanginn“ (2011) (ásamt Fjallabræðrum)
  • „Önnur öld“ (2013) (ásamt Veðurguðunum)
  • „Suðurlandsins eina von“ (2013)
  • „Ferðalag“ (2013) (ásamt Veðurguðunum)
  • „Ítalska lagið“ (2014) (ásamt Veðurguðunum)
  • „Loggaðu þig út“ (2015) (ásamt Veðurguðunum)
  • „Að Eilífu“ (2017)
  • „Sumargleðin“ (2019) (ásamt Doctor Victor og Gumma Tóta)
  • „Valli Reynis“ (2019)
  • „Gestalistinn 2.0“ (2019)
  • „Kenya“ (2019)
  • „Bikaróður Eyjamaður“ (2020)
  • „Í kvöld er gigg“ (2020)
  • „Takk fyrir mig“ (2020)
  • „Gírinn“ (2021) (ásamt Doctor Victor og Gumma Tóta)
  • „Gítarinn“ (2023)

Heimildir

breyta
  1. Anna Marsibil Clausen (28. mars 2019). „„Vissi bara að ég gat ekki farið að gráta". RÚV. Sótt 15. júlí 2022.
  2. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir; Frosti Logason (31. ágúst 2020). „Segir oft ein­mana­legt að gigga: „Karl­greyið, hvernig nennir hann að mæta?". Vísir.is. Sótt 15. júlí 2022.
  3. 3,0 3,1 „Óvissa í brekkukortunum: Hver tekur við af Ingó?“. Fréttablaðið. 6. júlí 2021. Sótt 9. júlí 2021.
  4. 4,0 4,1 „Ingó Veðurguð afboðaður á Þjóðhátíð eftir ásakanir“. Stundin. 5. júlí 2021. Sótt 30. ágúst 2021.
  5. 5,0 5,1 Kristlín Dís Ingilínardóttir (3. júlí 2021). „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs“. Fréttablaðið. Sótt 30. ágúst 2021.
  6. 6,0 6,1 Freyr Gígja Gunnarsson (5. júlí 2021). „Segir ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar hafa komið á óvart“. RÚV. Sótt 30. ágúst 2021.
  7. „Ingólfur samdi við Fram (Staðfest)“. fotbolti.net. 1. febrúar 2005. Sótt 1. apríl 2020.
  8. „Ingólfur Þórarinsson aftur í Selfoss (Staðfest)“. fotbolti.net. 19. janúar 2005. Sótt 1. apríl 2020.
  9. „1.deild: Selfoss upp - Afturelding niður“. fotbolti.net. 4. september 2009. Sótt 1. apríl 2020.
  10. „Ingólfur Þórarinsson í Víking R. (Staðfest)“. fotbolti.net. 26. janúar 2009. Sótt 1. apríl 2020.
  11. „Ingólfur Þórarinsson í Selfoss (Staðfest)“. fotbolti.net. 27. júlí 2011. Sótt 1. apríl 2020.
  12. „Ingólfur Þórarinsson tekur við Hamri (Staðfest)“. fotbolti.net. 23. október 2013. Sótt 1. apríl 2020.
  13. „Tónlist – chart for week 19/2008“. tonlist.is. Sótt 1. apríl 2020.
  14. „Tónlist – chart for week 39/2009“. tonlist.is. Sótt 1. apríl 2020.
  15. „Frumsýning Buddy Holly - Vísir“. visir.is. 10. ágúst 2010. Sótt 29. júní 2023.
  16. Jónsdóttir, Hallgerður Kolbrún E. (13. júlí 2021). „Magnús Kjartan Eyjólfs­son stýrir Brekku­söngnum - Vísir“. visir.is. Sótt 29. júní 2023.
  17. Óskarsdóttir, Svava Marín (28. júní 2023). „Ingó spilar á Gosloka­há­tíð en ekki Þjóð­há­tíð - Vísir“. visir.is. Sótt 29. júní 2023.